Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 51
skellum í eftirspurn eða ytri skilyrðum. Til að tryggja samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu og verðlags í samanburði við önnur lönd (raun- gengi) yfir langt tímabil mikillar eftirspurnar reynir þó fyrst og fremst á ríkisfjármála- og kerf- isumbótastefnu stjórnvalda. Í þessu sambandi vörum við við hugmyndum um útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs sem gæti grafið undan lausa- fjárstýringu Seðlabankans, valdið hærri raun- vöxtum og raungengi og hækkað íbúðaverð ef henni verður ekki haldið innan strangra marka. 8. Árangur við að draga úr verðbólgu og bæta jafn- vægi þjóðarbúskaparins að undanförnu hefur styrkt tiltrú á verðbólgumarkmiðið, sem einnig hefur fengið stuðning af áframhaldandi umbót- um á innviðum markaðskerfisins. Með kynningu og útgáfum hefur Seðlabanki Íslands aukið tiltrú og skilning á peningamálastefnunni hjá mark- aðsaðilum. Verðbólguvæntingar bæði neytenda og markaðsaðila virðast nú í takti við verðbólgu- markmið bankans. Til viðbótar þessu leggjum við til að Seðlabankinn íhugi að halda reglu- bundna vaxtaákvörðunarfundi bankastjórnar og birta fundargerðir frá þeim. Kaup Seðlabanka Ís- lands á gjaldeyri á grundvelli opinberrar áætlun- ar í því skyni að styrkja erlenda stöðu bankans ætti að efla enn frekar trú á getu bankans til að bregðast við óvæntum lausafjárskellum. Við fögnum endurbótum sem stjórnvöld hafa gengist fyrir á greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfum sem fylgja nú alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og auka bæði skilvirkni og öryggi. Við leggjum einnig til að kannaðir verði möguleikar á því að dýpka innlendan peningamarkað sem gæti minnkað bæði þörf bankanna fyrir endurhverf viðskipti við Seðlabanka Íslands og fyrir erlenda skammtímafjármögnun. Opinber fjármál 9. Þrátt fyrir að staða opinberra fjármála sé í meginatriðum góð og skuldir hins opinbera litlar hefur halli á hinu opinbera aukist greinilega á nýliðnum árum, bæði vegna óhagstæðari efna- hagsskilyrða og útgjaldaauka umfram áform. Við fögnum ákvörðunum um að halda áfram að verja tekjum af einkavæðingu aðallega til að greiða niður skuldir hins opinbera og til að fjármagna framtíðarlífeyrissjóðsskuldbindingar. Ekki er ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af verri af- komu hins opinbera að svo miklu leyti sem hún er afleiðing sjálfvirkrar sveiflujöfnunar (minni tekjur og hærri atvinnuleysis- og bótagreiðslur fylgja hagsveiflunni) og með tímanum munu aukin umsvif í þjóðarbúskapnum bæta afkomuna á ný. Eigi að síður rýrnaði afkoman um 2½% af landsframleiðslu á árunum 1999-2002 og ekki er talið að rekja megi nema u.þ.b. helming rýrnun- arinnar til sjálfvirkrar sveiflujöfnunar. Það sem umfram er má tengja umframútgjöldum í heil- brigðis- og menntamálum – aðallega vegna launa – sem ekki mun draga úr sjálfkrafa með auknum hagvexti. Öllu heldur er hætta á að áframhaldandi útgjöld þessa vegna muni draga úr getu hins opinbera til framboðshvetjandi fjár- festinga. 10. Til framtíðar hvetjum við stjórnvöld til þess að setja sér metnaðarfull markmið í opinberum fjár- málum til nokkurra ára til að mæta aðsteðjandi eftirspurnaraukningu án þess að tefla stöðugleika og samkeppnishæfni hagkerfisins í tvísýnu, og skapa um leið skilyrði til lækkunar erlendra skulda. Til dæmis má taka að lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að nauðsynlegt kunni að vera að ná afgangi á fjármálum hins opinbera sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu – eins og á árun- um 1999-2002 – þegar væntanlegar stóriðju- framkvæmdir verða í hámarki. Ná mætti næstum helmingi þessara markmiða með því að hefta ekki virkni sjálfvirkra sveiflujafnara en afgang- inum þyrfti að ná með aðhaldi í útgjöldum. Þannig mætti hemja viðskiptahalla og lækka hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu smátt og smátt á næstu árum. Því fögnum við varfærn- islegum áformum um skattalækkanir í stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Við leggjum áherslu á að útgjöld verði lækkuð áður en skatt- ar verða lækkaðir til að ná nauðsynlegri heildar- niðurstöðu. 11. Til að efla aðhald í ríkisfjármálum og til að auka gagnsæi og skilning á fjármálastefnu ríkisins hvetjum við stjórnvöld til að miða fjárlagagerð við nokkur ár í senn með sveiflujöfnuðum jafn- vægismarkmiðum og útgjaldaþaki. Slík fjárlaga- PENINGAMÁL 2003/3 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.