Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 34

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 34
PENINGAMÁL 2003/3 33 væntingar um hækkun stýrivaxta setja þó mark sitt á tímaróf ávöxtunarinnar þegar lengra sækir fram eins og sést á mynd 3. Mikil eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum olli lækkun ávöxtunarkröfu og lækk- uðu viðskiptabankarnir í júní verðtryggða inn- og útlánsvexti sína til samræmis við þá lækkun. Eftir- spurnin eftir verðtryggðum skuldabréfum hefur verið mikil erlendis frá og sækjast fjárfestar eftir hús- og húsnæðisbréfum. Mikið af þessum viðskiptum er varið gegn gengisáhættu, m.a. í gegnum endurhverf viðskipti við Seðlabankann en þó hefur þess orðið vart í auknum mæli að aðilar leiti annarra leiða í gengisvörnum. Eitthvað mun vera um að erlendir fjárfestar taki á sig gengisáhættu en ekki verður séð af tölfræðigögnum að um verulegar fjárhæðir sé þar að ræða. Þróun ávöxtunar helstu flokka húsbréfa má sjá á mynd 4. Í kjölfar nýs stjórnarsáttmála boðaði félagsmálaráðherra að til stæði að hækka lánshlutfall og lánsfjárhæðir hjá Íbúðalánasjóði í áföngum á næstu árum. Ekki liggur fyrir hvernig þessar hug- myndir verða framkvæmdar en fjallað er um hugsan- leg efnahagsáhrif þeirra í inngangi og greininni um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum hér að framan. ... og bankarnir miðla betur lausu fé Staða endurhverfra viðskipta hefur lækkað nokkuð á undanförnum mánuðum. Lækkun bindiskyldu í lok mars er vafalítið stærsta skýringin á þessu en einnig er líklegt að áhrifa gjaldeyriskaupa Seðlabankans gæti einnig á þessu sviði, því að með kaupum á gjald- eyri veitir bankinn auknu magni króna út í hagkerfið og eykur þar með útlánagetu bankastofnana. Þar með hafa þær meiri getu til að leysa úr tímabundnum skorti einstakra aðila á lausafé með innbyrðis lánum. Velta á krónumarkaði fyrstu sex mánuði þessa árs var 53% meiri en á sama tíma á síðasta ári og svipaða sögu er að segja af veltu á gjaldeyrismarkaði. Staða endurhverfra viðskipta lækkaði um rúmlega fimmt- ung ef horft er til júnílokastöðu í ár og á síðasta ári. Notkun daglána hefur dregist saman um tæplega þrjá fjórðu ef miðað er við fyrstu sex mánuði þessa árs og sama tímabil fyrir ári. Betri stýring vegna nýs fyrir- komulags í greiðslumiðlun og bætt lausafjárstaða höfðu mest áhrif á minni þörf fyrir daglán. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyrisskiptasamninga minnkaði hins vegar um 44% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Heimild: Seðlabanki Íslands. Janúar | Febrúar | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 4,4 4,6 4,8 5,0 5,2 5,4 % Mynd 4 IBH 26 0315 IBH 41 0315 Daglegar tölur 3. janúar - 25. júlí 2003 Raunávöxtun tveggja flokka húsbréfa Tafla 1 Ný gengisskráningarvog 2003 Breyting frá Land Mynt Vog (%) fyrri vog (%) Bandaríkin ..................... USD 24,73 -0,10 Bretland ......................... GBP 12,35 -0,43 Kanada ........................... CAD 1,09 -0,14 Danmörk ........................ DKK 8,24 0,08 Noregur.......................... NOK 6,41 -0,37 Svíþjóð........................... SEK 3,42 -0,06 Sviss............................... CHF 1,21 -0,80 Evrusvæði ...................... EUR 39,07 1,99 Japan .............................. JPY 3,48 -0,17 Heimild: Seðlabanki Íslands. Tímaróf vaxta á millibankamarkaði með krónur 25. júlí 2003 0 30 60 90 120 150 180 210 240 270 300 330 360 5,0 5,2 5,4 5,6 5,8 6,0 % Mynd 3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Reibor meðalávöxtun Dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.