Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 12
Innflutningur fjárfestingarvöru bendir til undirliggj- andi vaxtar fjárfestingar Vísbendingar um þróun fjárfestingar á öðrum árs- fjórðungi eru fremur fátæklegar. Þó má ráða af inn- flutningi fjárfestingarvöru, að skipum og flugvélum frátöldum, að undirliggjandi vöxtur sé í fjárfestingu. Samdrátt fjárfestingar á fyrsta fjórðungi ársins má rekja til fyrrnefnds innflutnings flugvélar árið 2002. Að honum frátöldum hefði orðið vöxtur. Ef slík stórviðskipti skekkja ekki samanburðinn á öðrum ársfjórðungi gæti nokkur vöxtur hugsanlega orðið niðurstaðan. Þá fer einnig að gæta nokkuð aukinna framkvæmda á vegum hins opinbera og við virkjana- framkvæmdir í ársfjórðungnum, og vöxtur útlána til íbúðakaupa bendir til töluverðs vaxtar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Vinnumarkaður og tekjuþróun Fjölgun skólafólks á atvinnuleysisskrá skýrir aukið atvinnuleysi Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur aukist nokkuð jafnt og þétt frá haustmánuðum árið 2001, þótt hlé hafi orðið á síðustu mánuðum fyrra árs. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun, þótt hægt hafi á aukning- unni. Rétt er að hafa í huga að atvinnuleysi er að jaf- naði tafin vísbending um ástand efnahagsmála og nær oftast hámarki nokkru eftir að efnahagsbati hefst. Í júní sl. voru rúmlega 5.300 manns á atvinnu- leysisskrá, eða sem nemur 3,2% af áætluðum mann- afla. Að teknu tilliti til árstíma var atvinnuleysi 3,4%, svipað og í maí. Skráð atvinnuleysi var um hálfri pró- sentu lægra á öðrum ársfjórðungi en mældist í vinnu- markaðskönnun Hagstofu Íslands. Þótt árstíðarleiðrétt atvinnuleysi sé enn ekki farið að minnka virðist vera þokkalegur hreyfanleiki á vinnumarkaðinum, því að samkvæmt upplýsingum frá vinnumiðlunum og úthlutunarnefndum atvinnu- leysisbóta hafa margir þeirra sem voru á atvinnuleys- isskrá í vetur fengið vinnu, en á móti kemur að fleira skólafólk skráði sig atvinnulaust eftir að prófum lauk í maí. Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstof- unnar staðfesta þetta og skýra jafnframt hvers vegna atvinnuleysi hefur haldið áfram að aukast þrátt fyrir efnahagsbata. Könnun Hagstofunnar sýnir að at- vinnuleysi dróst saman á öðrum ársfjórðungi hjá öllum aldurshópum nema þeim yngsta (16-24 ára). Nokkuð stór og vaxandi hluti atvinnulausra hefur þó verið atvinnulaus alllengi. Í júní hafði tæplega þriðjungur atvinnulausra verið atvinnulaus sex mánuði eða lengur, en á sama tíma fyrir ári hafði rúmlega fimmtungur verið atvinnulaus svo lengi. Skipting atvinnulausra eftir starfsstéttum í júní sl. var svipuð og á sama tíma í fyrra. PENINGAMÁL 2003/3 11 Tafla 2 Vísbendingar um eftirspurn á fyrri árshelmingi 2003 Það sem af er öðrum Fyrsti árs- ársfjórðungi Breyting frá fyrra ári í % nema annað sé tekið fram fjórðungur eða árinu1 Dagvöruvelta apríl-júní, raunbreyting .................................................................................................... 0,9 6,4 Greiðslukortavelta apríl - júní, raunbreyting .......................................................................................... 9,5 4,7 Bifreiðaskráning apríl-júní, fjölgun skráninga ...................................................................................... 56,8 40,8 Sementssala apríl-júní, magnbreyting (tonn).......................................................................................... 19,7 18,5 Almennur innflutningur janúar-maí, magnbreyting .............................................................................. 6,4 7,5 Innflutningur neysluvöru janúar-maí, magnbreyting.............................................................................. 19,4 13,7 Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla janúar-maí, magnbreyting ................................... 10,7 11,1 Íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu janúar-maí, verðbreyting ................................................... 10,7 11,4 Útlán Íbúðalánasjóðs (nafnvirði) janúar-maí .......................................................................................... 24,1 23,7 1. Seinni talnadálkur sýnir breytingar frá fyrra ári á því tímabili sem tilgreint er. Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, sementsframleiðendur, Seðla- banki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.