Peningamál - 01.08.2003, Page 20

Peningamál - 01.08.2003, Page 20
Spáóvissan er því niður á við til skamms tíma en samhverf til lengri tíma litið Á heildina litið gerir því bankinn áfram ráð fyrir að heldur meiri líkur séu á því að verðbólga verði eitt- hvað minni en gert er ráð fyrir í spá bankans eitt ár fram í tímann en að hún verði meiri. Í ljósi ofan- greinds endurmats á óvissu spárinnar tvö ár fram í tímann gerir bankinn hins vegar nú ráð fyrir að óviss- an tvö ár fram í tímann sé samhverf í stað upp á við í síðustu spá. Eins og í undanförnum spám bankans er talið lík- legt að sögulegar spáskekkjur ofmeti að einhverju leyti þá óvissu sem framundan er þar sem þær mótast af þróun undanfarinna missera þegar saman fór tiltölulega mikil verðbólga og óvissa um verð- bólguþróun, sem jafnan fylgir sveiflum í verðbólgu. Spáóvissa meginspárinnar ásamt spá bankans tvö ár fram í tímann má sjá á mynd 11. Taldar eru 90% lík- ur á að verðbólga verði innan alls skyggða svæðisins, 75% á að hún verði innan tveggja dekkstu svæðanna og 50% líkur eru á að verðbólga verði innan dekksta svæðisins. Óvissan verður því meiri sem spáð er lengra fram í tímann, og endurspeglast það í víkkun óvissubilsins.3 Samkvæmt mati bankans á óvissu verðbólguspár- innar hafa líkur á að verðbólga eitt ár fram í tímann verði undir verðbólgumarkmiðinu aukist nokkuð frá síðustu spá bankans. Tvö ár fram í tímann eru líkurn- ar hins vegar minni. Líkur á að verðbólga verði inn- an þolmarka verðbólgumarkmiðsins eitt ár fram í tímann hafa jafnframt minnkað frá síðustu spá en eru nánast óbreyttar tvö ár fram í tímann. Líkur á verð- lækkun, miðað við ársfjórðungsleg gildi þau sem verðbólguspáin byggist á, ná hámarki eitt ár fram í tímann þegar þær eru rétt undir 10%. III Stefnan í peningamálum Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja og heimila hafa á heildina litið fremur þróast til slökunar frá því að Peningamál komu út í maí sl. Skuldabréfavextir hafa heldur lækkað og gengi krónunnar sigið. Aðhaldsstig peningastefnunnar, eins og það birtist í raunstýri- vöxtum bankans, hefur hins vegar lítið breyst og skammtímavaxtamunur gagnvart útlöndum hefur aukist m.a. vegna vaxtalækkana erlendis. Rétt er hins vegar að hafa í huga að matið á raunstýrivöxtum Seðlabankans er ekki einhlítt og fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á verðbólguhorfur eða verð- bólguvæntingar, sbr. mynd 12. Forsendur síðustu vaxtaákvörðunar eru í stórum dráttum óbreyttar Seðlabankinn breytti síðast stýrivöxtum sínum 10. febrúar sl. þegar hann lækkaði þá um 0,5 prósentur og hafa þeir verið 5,3% síðan. Að baki þeirri ákvörðun lá spá um 2% verðbólgu tvö ár fram í tím- ann, þ.e. til fjórða ársfjórðungs 2004. Í þeirri verðbólguspá var miðað við sama gengi og í þeirri sem birt er í þessu hefti Peningamála, þ.e. gengis- vísitölu 124. Hins vegar var reiknað með nokkru PENINGAMÁL 2003/3 19 Mynd 11 Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólguspá Seðlabankans Efri þolmörk Verðbólgu- markmið Neðri þolmörk Neysluverðs- vísitala 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Spátímabil: 3. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2005 % 8 6 4 2 0 10 -2 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 3. Fyrir þær tímalengdir sem bankinn hefur ekki áður spáð er byggt á einföldum framreikningi. Hafa þarf í huga að matið á spáóvissu er háð óvissu á sama hátt og spár um einstök gildi. Því þarf að fara varlega í túlkun matsins á spáóvissunni. Þessu mati er fremur ætlað að draga fram innbyggða óvissu spágerðarinnar en að vera nákvæmt mat á lík- indadreifingu verðbólguspárinnar. Tafla 6 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára Verðbólga undir á bilinu undir á bilinu yfir 1% 1% - 2½% 2½% 2½% - 4% 4% Ársfjórð. 2003:3 < 1 96 96 4 < 1 2004:2 32 49 81 18 1 2005:2 12 27 39 34 27 Taflan sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.