Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 7

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 7
6 PENINGAMÁL 2003/3 ...en vöruverð hefur lækkað Vöruverð er á heildina litið næmara fyrir breytingum á gengi krónunnar. Hækkun gengis krónunnar sl. ár kemur því einkum fram í vöruverði. Í júlíbyrjun var verðlag innfluttrar vöru án áfengis og tóbaks 3,2% lægra en fyrir ári og verðlag innlendrar vöru án búvöru og grænmetis hafði lækkað um tæpt 1%. Áhrif gengisbreytinga undanfarna fjóra mánuði hafa þó ekki verið eins sterk og í byrjun ársins, enda hætti krónan að styrkjast. Verðbólguvæntingar hafa lengst af verið undir verðbólgumarkmiði bankans, en hafa hækkað undan- farnar vikur Verðbólguálag óverðtryggðra ríkisbréfa til fjögurra ára lækkaði í maí og fram í miðjan júní og hefur lengst af verið við eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Um miðjan júní fór verðbólguálagið niður fyrir 2%, þegar ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði tímabundið. Undir lok júní hækkaði verðbólguálagið á ný og hefur að und- anförnu verið tæplega 2½%. Verðbólguvæntingar heimilanna þokuðust niður á við í könnun sem gerð var dagana 25. júní til 8. júlí. Að meðaltali töldu svarendur verðbólgu næstu tólf mánuði verða 3,4%, en miðgildið var 3%. Verð- bólguvæntingar fylgja jafnan verðbólguvitund, þ.e.a.s. mati heimilanna á verðbólgu liðinna tólf mánaða. Verðbólguvitundin hefur þó lækkað heldur meira en verðbólguvæntingar að undanförnu sem er í samræmi við minni verðbólgu. Að meðaltali töldu heimilin verðbólguna vera 2,8%, en miðgildið var 2%, þ.e.a.s. aðeins lítillega hærra en tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs í júní. Ytri skilyrði og framleiðsla Ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa það sem af er árinu verið heldur óhagstæðari en fyrir ári. Afli hefur verið töluvert minni og viðskiptakjör þróast heldur til verri vegar. Olíuverðshækkunin í tengslum við Íraksstríðið hefur að nokkru gengið til baka en eldsneytisverð hefur haldist fremur hátt. Alþjóðleg efnahagsþróun er ekki heldur uppörvandi, þótt enn megi greina merki um hægan efnahagsbata allvíða. Hægur bati í viðskiptalöndunum hefur hins vegar leitt til þess að vextir hafa lækkað enn frekar, sem er hagstætt fyrir hið skuldsetta íslenska þjóðarbú. Minni afli og lægra verð hefur leitt til þess að vöruútflutningur hefur dregist saman það sem af er ári. 00 | 01 | 02 | 03 Apríl | Maí | Júní | Júlí | 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 % Verðbólguvæntingar Tölur í lok mánaðar janúar 2000 - mars 2003 Daglegar tölur 1. apríl - 25. júlí 2003 Mynd 5 Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðbólgu- væntingar almennings Verðbólguálag ríkis- bréfa til um 4 ára Verðbólguvæntingar fyrirtækja Mynd 3 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J 1999 2000 2001 2002 2003 90 100 110 120 130 140 150 160 Janúar 1999 = 100 Vísitölur húsnæðis, opinberrar þjónustu, þjónustu einkaaðila og vöruverðs 1999-2003 Heimild: Hagstofa Íslands. Opinber þjónusta Þjónusta einkaaðila Húsnæði Mynd 4 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J 2000 2001 2002 2003 0 5 10 15 -5 % Þróun vöruverðs 2000-2003 Heimild: Hagstofa Íslands. Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis 12 mánaða breyting (%)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.