Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 23
ar verðbólga fór langt upp fyrir þolmörk verðbólgu- markmiðs á árinu 2001 eltu skammtímavextir hana ekki að fullu uppi. Rök eru fyrir sams konar við- brögðum nú þegar verðbólga gæti um hríð verið nokkru undir verðbólgumarkmiði bankans og jafnvel orðið mjög nálægt neðri þolmörkum. Spyrja má hvort verðbólga sem er verulega undir markmiði í meira en ár beri merki um það að pen- ingastefnan hafi verið of aðhaldssöm á síðasta ári. Mikilvægt er í því sambandi að ein helsta ástæðan fyrir því hvað verðbólga er lítil um þessar mundir er sú hækkun á gengi krónunnar sem varð undir lok síðasta árs og framan af þessu ári, sem skýrðist að hluta af væntingum um stóriðjuframkvæmdir. Ekki var reiknað með þessari gengishækkun þegar vextir voru ákvarðaðir á síðasta ári. Til viðbótar þessu kem- ur svo minni alþjóðleg verðbólga en flestir reiknuðu með. Þessi staða gerir það hins vegar að verkum að gengislækkun krónunnar síðan í maí er vel innan ramma verðbólgumarkmiðs og reyndar gæti frekari lækkun gengisins samrýmst því. Mikilvægt er hins vegar að skilja að þótt peninga- stefnunni beri að stefna að 2½% verðbólgu í fram- tíðinni eins vel og kostur er, mun henni aldrei takast það fullkomlega í raun. Verðbólguspár byggjast t.d. yfirleitt á ákveðnum forsendum um erlenda verð- bólgu og gengi krónunnar. Á þeim geta orðið miklar og skyndilegar breytingar á spátímabilinu og þá er yfirleitt of seint og jafnvel ekki heppilegt að breyta vöxtum í stórum stökkum til að fínstilla verðbólgu- stigið. Hugsunin að baki framsýnu verðbólgumark- miði er einmitt að langtímasjónarmið hafi meira vægi en skammtímasjónarmið. Áhrif stýrivaxtalækkana erlendis Síðan Peningamál voru gefin út í maí sl. hafa seðla- bankavextir verið lækkaðir í mörgum löndum sem hafa formlegt verðbólgumarkmið og einnig í Banda- ríkjunum og á evrusvæðinu. Þannig voru t.d. seðla- bankavextir lækkaðir um eina prósentu í Noregi und- ir lok júní og vextir voru lækkaðir í Svíþjóð, Bret- landi og Kanada um 0,25 prósentur í júlímánuði. Lækkun seðlabankavaxta er aðallega afleiðing veik- ari hagvaxtar en vænst hafði verið og mjög lítilli verðbólgu í mörgum viðskiptalöndum. Afleiðingin af þessum lækkunum er að seðlabankavextir eru hlut- fallslega hærri hér á landi en áður var og vaxtamun- ur gagnvart útlöndum hefur aukist. Seðlabankavextir hér á landi eru þó alls ekki fjarri því sem þekkist í öðrum verðbólgumarkmiðslöndum. Þannig voru vextirnir á Nýja-Sjálandi og Póllandi 5¼% fram til 24. júlí, eða svipaðir og hér, en mun hærri í verð- bólgumarkmiðslöndum sem búa við meiri verðbólgu en við og ofangreind lönd, eins og Brasilía, Ísrael og Suður-Afríka. Vaxtalækkanir erlendis kalla hins vegar ekki á vaxtabreytingar hér á landi nema að svo miklu leyti sem þær breyta verðbólguhorfum. Þar togast á tveir þættir. Annars vegar eykst vaxtamunur sem að öðru óbreyttu stuðlar að hærra gengi og minni verðbólgu um hríð. Hins vegar lækkar fjármögnunarkostnaður þeirra innlendu aðila sem kost hafa á erlendri fjár- mögnun en það stuðlar að meiri umsvifum og síðar meiri verðbólgu. Eftir að Ísland tók upp verðbólgu- markmið og flotgengi er ekkert sjálfvirkt samband á milli vaxtabreytinga hér á landi og í viðskipta- löndum. Skilningur á tilefni gengisstyrkingar og hagstjórnar- vanda vegna stóriðju hefur aukist5 Þótt gengi krónunnar hafi lækkað nokkuð frá því sem það var hæst í maí sl. er það þó enn töluvert fyrir of- an það gengi sem hér var frá vormánuðum 2002 og fram undir lok október þess árs. Það var þá talið nokkuð nærri mati á jafnvægisgengi og vel ásættan- legt fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar. Til að 5. Nánar er fjallað um hágengið og hagstjórnarvandann í ræðu Más Guðmundssonar, aðalhagfræðings bankans, sem haldin var á fundi Samtaka iðnaðarins 24. júní sl. Ræðan er birt í þessu hefti Peninga- mála og er einnig að finna á heimasíðu bankans. Mynd 13 Janúar | Febrúar | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Stýrivextir seðlabanka í nokkrum löndum 1. janúar - 25. júlí 2003 Heimild: EcoWin. Evrusvæði Bandaríkin Svíþjóð Noregur Ísland Nýja-Sjáland Bretland 22 PENINGAMÁL 2003/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.