Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 11
Útflutningur jókst um 4,8% á fyrsta fjórðungi árs- ins og innflutningur dróst lítillega saman. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi árs- ins nam því u.þ.b. 1½%. Margt bendir til þess að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar á öðrum fjórðungi ársins verði neikvætt, eins og fram kemur hér að framan, en vöxtur fjármunamyndunar gæti orðið meiri. Velta í verslun, þjónustu, byggingarstarfsemi og iðnaði á innanlandsmarkað fer vaxandi Virðisaukaskattskýrslur fyrstu fjóra mánuði ársins sýna verulegar breytingar á veltu samanborið við sama tíma 2002. Mikil raunveltuaukning varð í smásölu, heildsölu og þjónustu og alger viðsnúning- ur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Raun- veltuaukningin fyrstu fjóra mánuði ársins var í smásölu 3,5% (-2,4% 2002), 3,6% í heildsölu án eldsneytis (-2,4% 2002) og 11,9% aukning var í byggingarstarfsemi í stað 17,4% samdráttar fyrstu fjóra mánuði 2002. Þá nær iðnaðarframleiðslan á innanlandsmarkað sér aftur á strik eftir stöðugan samdrátt frá því á vori 2002. Innlend eftirspurn Vöxtur einkaneyslu var líklega ívið veikari á öðrum fjórðungi ársins Uppsveiflan í einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi var afdráttarlaus og í takt við batamerki sem sáust árs- fjórðungana á undan. Að hluta til var að vísu um svo- nefnd grunnáhrif að ræða, þ.e.a.s. vöxtur milli ára sem fremur stafar af slaka í einkaneyslu á fyrsta fjórðungi 2002 en aukningu frá næsta ársfjórðungi á undan. Þær vísbendingar um eftirspurn á öðrum árs- fjórðungi sem fyrir liggja benda til þess að vöxturinn sé minni en á fyrsta ársfjórðungi, að hluta til vegna minni grunnáhrifa. Þannig virðist t.d. vöxtur greiðslukortaveltu, bifreiðaskráninga og innflutnings neysluvöru hafa verið minni á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta. Einkum dró snögglega úr vexti greiðslu- kortaveltu í apríl og maí. Vöxturinn tók hins vegar við sér í júnímánuði. Lækkun væntingavísitölu Gallup í júní bendir í sömu átt, þótt það sé háð nokkurri óvissu, en hún hafði hækkað samfleytt í fimm mánuði. Vísitölur væntinga til sex mánaða og mats á núverandi ástandi lækkuðu umtalsvert. Hugsanlegt er að sveiflur vísitölunnar tengist að einhverju leyti kosningum í maí og vaxandi áhyggjum af neikvæðum hliðaráhrif- um fyrirhugaðra stórframkvæmda sem einkennt hafa umræðuna að kosningum loknum. Á hinn bóginn er ekki annað að sjá en eftirspurn eftir húsnæði haldi áfram að aukast. Verð íbúðarhús- næðis heldur áfram að hækka mun meira en sem nemur almennum verðhækkunum og útlán til íbúðakaupa hafa sjaldan verið meiri. 10 PENINGAMÁL 2003/3 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 6 12 18 24 -6 -12 Hagvöxtur, einkaneysla, útflutningur (%) 0 12 24 36 48 -12 -24 Fjármunamyndun (%) Ársfjórðungslegur hagvöxtur 1999-2003 Magnbreyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs Fjármunamyndun Hag- vöxtur Útflutningur 2003 Mynd 7 Heimild: Hagstofa Íslands. 62,3% Einka- neysla mánuðum ársins aðeins um 4% frá sama tíma í fyrra, sem er langtum minna en verðlækkun afurða í krónum talið. Hér er um innri vanda sjávarútvegsins að ræða, sem gengisstefnan getur ekki ráðið bót á. Þá hafði hátt olíuverð á fyrsta fjórðungi ársins neikvæð áhrif á af- komu útgerðarinnar. Af ofangreindu má ráða að ekki er við einhvern einhlítan vanda að etja í sjávarútvegi sem rekja má til hækkunar gengis krónunnar. Gengishækkunin hefur vissulega rýrt afkomu sjávarútvegsins frá því í fyrra, en hún var þá með besta móti. Hins vegar er um að ræða tekjuskiptavanda innan sjávarútvegsins og sér- stakan vanda í ýmsum greinum, eins og rækju, sem ekki á rætur að rekja til gengisþróunar. Þess utan velt- ur það einnig á sveigjanleika sjávarútvegsins hvernig honum reiðir af – t.d. hvernig til tekst með sókn inn á nýja markaði, gengisvarnir og vöruþróun. Þá má benda á að sjávarútvegsfyrirtækin eru nú almennt mun betur í stakk búin til að mæta tímabundnum erfiðleikum en áður var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.