Peningamál - 01.08.2003, Side 22

Peningamál - 01.08.2003, Side 22
inu og nær því en reiknað var með í febrúar. Það styður þá niðurstöðu að forsendur vaxtaákvörðunar í febrúar sl. hafi verið í meginatriðum réttar og séu í stórum dráttum óbreyttar. Hins vegar er því spáð nú að verðbólga verði lítillega yfir verðbólgumark- miðinu litið tvö ár fram í tímann, þ.e. til annars árs- fjórðungs 2005 en þá verður stóriðjuframkvæmda farið að gæta af nokkrum þunga á vinnu- og vöru- markaði. Það flækir framkvæmd peningastefnunnar að verðbólga verður mjög lítil á næstunni en yfir mark- miði þegar lengra er litið Verðbólga á tólf mánuðum til júlí mældist aðeins 1,6%, sem er umtalsvert undir verðbólgumarkmiði bankans. Það skýrist að hluta af því að sumarútsölur voru óvenju snemma á ferðinni og án þess hefði verðbólga mælst 1,9%. Kjarnavísitölur eru nær markmiðinu. Samkvæmt þeirri verðbólguspá sem kynnt var hér að framan mun verðbólga verða um eða undir 2% fram á seinni hluta næsta árs en stefnir síðan smám saman upp fyrir verðbólgumarkmið bankans. Til viðbótar þessu er það mat bankans að áhættan sé fremur niður á við en upp á við litið eitt ár fram í tímann, m.a. vegna veiks vaxtar og mjög lítill- ar verðbólgu í mörgum viðskiptalöndum. Það er því hugsanlegt að verðbólgan á næstunni verði jafnvel minni en hér er spáð og reyndar eru taldar 10% líkur á að verðlækkun mælist hér um hríð á fyrstu mán- uðum næsta árs. Líkurnar á eiginlegri verðhjöðnun eru hins vegar litlar, þótt ekki sé hægt að útiloka hana með öllu. Um þetta er fjallað sérstaklega í viðauka 1, en þar er notuð aðferðafræði sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur þróað til að meta viðkvæmnistuðul fyrir verðhjöðnun og niðurstaðan borin saman við önnur lönd sem sjóðurinn hefur reiknað slíkan stuðul fyrir. Samkvæmt því er Ísland í hópi þeirra landa þar sem hætta á verðhjöðnun er talin lítil. Ýmsa fyrirvara verður þó að gera við mælikvarða af þessu tagi og ekki er tekið tillit til þess að Ísland stendur frammi fyrir miklum eftirspurnarauka á næstu árum sem dregur verulega úr líkum á verðhjöðnun. Líkurnar á verðhjöðnun eru því mjög líklega minni en ofan- greindur viðkvæmnistuðull gefur til kynna. Í framansögðu ljósi má rökstyðja að vextir bank- ans eigi ekki að hækka nú, þótt verðbólguspá tvö ár fram í tímann sé aðeins yfir verðbólgumarkmiði bankans. Vissulega er helsta þumalfingursregla verðbólgumarkmiðsstefnu að vextir skuli breytast í samræmi við verðbólguspána tvö ár fram í tímann en taka minna mið af spám nær í tímanum vegna tímatafa sem eru í áhrifum seðlabankavaxta á verð- bólguna. En einnig verður að taka tillit til áhættu- matsins og upphafsstöðunnar. Þótt almennt sé talið að líkur á verðhjöðnun séu fremur litlar í löndum eins og Bandaríkjunum, gefur lítil verðbólga um þessar mundir svigrúm til að taka tryggingu gegn þeirri áhættu og hafa vexti nokkru lægri en líklegasta spá gefur tilefni til. Sama á með vissum hætti við hér á landi þótt líkurnar á verðhjöðnun séu þó nokkru minni en í Bandaríkjunum í ljósi fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Það flækir hins vegar útskýringar á peningastefn- unni hversu lítil verðbólga er um þessar mundir og að hún geti jafnvel lækkað enn meira á næstunni. Það gæti sýnst tilefni til þess að lækka stýrivexti að minni verðbólga og minni verðbólguvæntingar fela í sér að raunvextir verða hærri en ella. Peningastefnan verður vissulega alltaf að vera framsýn en þegar óvissa er mikil hlýtur nýleg þróun þó að vega þungt í matinu á framtíðinni. Vissa er um búhnykki framtíðarinnar í formi aukinna aflaheimilda og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og peningastefnan nú tekur mið af því. Vissulega gætu hæglega orðið áföll sem draga úr inn- lendri eftirspurn og verðbólgu. Peningastefnan getur hins vegar ekki brugðist við slíkri framvindu fyrr en hún er orðin staðreynd. Þá er rétt að benda á að þeg- PENINGAMÁL 2003/3 21 Mynd 12 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí 2,0 2,2 2,4 2,6 2,8 3,0 3,2 3,4 3,6 3,8 4,0 % Raunstýrivextir Seðlabankans frá ársbyrjun 2003 Heimild: Seðlabanki Íslands. Miðað við þann mælikvarða á verðbólgu sem tilgreindur er. Verðbólguvæntingar metnar sem verðbólguálag ríkisbréfa. Verðbólguspá eitt ár fram Verðbólguspá tvö ár fram Verðbólguvæntingar til tveggja ára Verðbólguvæntingar til fjögurra ára 4. Hafa verður í huga við samanburð á bæði hagvaxtar- og verðbólguspá nú og í febrúar sl. að í spánni í febrúar var miðað við hærri Seðla- bankavexti, þ.e. 5,8% vexti í endurhverfum viðskiptum í stað 5,3% nú.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.