Peningamál - 01.08.2003, Page 32

Peningamál - 01.08.2003, Page 32
PENINGAMÁL 2003/3 31 Gengi krónunnar veiktist ... Eftir alllangt meira og minna samfellt tímabil styrk- ingar tók krónan að gefa eftir þegar leið á maí. Í kjöl- far tilkynningar um aukin regluleg kaup Seðlabank- ans á gjaldeyri kom fram skammlíf veiking sem gekk til baka á nokkrum dögum en eftir miðjan júní varð nokkuð hröð veiking sem tók til baka nánast alla styrkingu krónunnar sem orðið hafði frá áramótum. Frá júnílokum hefur vísitala gengisskráningar verið nokkuð stöðug í kringum vísitölugildið 124. Oft er erfitt að skýra skammtímahreyfingar á gengi þar sem væntingar spila svo stórt hlutverk. Skýringar á um- snúningi gengisins í maí og júní gætu m.a. verið tímabundið hlé á ýmsum stærri hræringum, sem ýttu undir væntingar um aukið innstreymi gjaldeyris, t.d. skuldsettum sameiningum og yfirtökum fyrirtækja. Hugsanlegt er einnig að óvissa um framhald varnar- samstarfs Íslands og Bandaríkjanna hafi haft einhver áhrif á gengið í júni. Þá gæti það verið skýring að gengi krónunnar hafi hreinlega ofrisið um miðjan maí, eins og oft vill verða þegar gjaldmiðlar sveiflast. Regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans voru aukin um miðjan maí og svo virðist sem áhrifa þeirra hafi farið að gæta meir eftir því sem væntingar um annað flæði á markaðnum minnkuðu. Þess varð einnig vart að spákaupmenn, sem tekið höfðu stöðu með krón- unni, lokuðu stöðum sínum allhratt þegar veiking hófst og flýtti það líklega fyrir lækkun gengisins. Þróun vísitölu gengisskráningar má sjá á mynd 1. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Krónan veikist 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. júlí 2003. Gengi íslensku krónunnar veiktist í maí og júní. Því réði m.a. minna innflæði gjaldeyris, aukið útflæði, m.a. vegna lánahreyfinga, og aukin spákaupmennska, auk þess sem aukin regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans kunna að hafa haft áhrif. Vísitala gengisskráningar hefur verið nærri gildinu 124 það sem af er júlí. Ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa lækkaði nokkuð á markaði vegna mikillar eftirspurnar og lækkuðu bankar verðtryggða inn- og útlánsvexti sína í kjölfarið. Lausafjárstaða banka hefur verið rúm og þeim hefur gengið betur að miðla lausu fé sín á milli en áður. Vaxtamunur við útlönd hefur aukist á síðustu mánuðum, vegna vaxtalækkana í öðrum löndum og hækkandi ávöxtunar íslenskra ríkisvíxla. Hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands fyrstu sex mánuði ársins voru meiri en á sama tíma í fyrra og úrvalsvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 11% það sem af er ári. Hlutabréf nokkurra félaga hafa verið afskráð hjá Kauphöllinni í kjölfar samruna og yfirtöku. Janúar | Febrúar | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 31. des. 1991=100 Mynd 1 Vísitala gengisskráningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar - 25. júlí 2003

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.