Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 16

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 16
Spáð er að hagvöxtur verði aðeins meiri á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Fram- leiðsluspenna hefur einnig verið endurskoðuð og er nú reiknað með lítils háttar slaka á árunum 2002 og 2003, sem snýst í smávægilega framleiðsluspennu á árinu 2004, þar sem hagvöxtur verður þá yfir vexti framleiðslugetu. Þar sem gert er ráð fyrir meiri slaka á vöru- og vinnumarkaði spáir bankinn minni verðbólgu framan af spátímabilinu en gert var í síðustu spá. Verðbólga er hins vegar yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans sé litið tvö ár fram í tímann. Eins og í síðustu spá er talið að spáóvissan eitt ár fram í tímann sé heldur niður á við en nú er talið að spáóvissan tvö ár fram í tímann sé samhverf, í stað upp á við í síðustu spá. Eftirspurn og framleiðsla Forsendur þjóðhags- og verðbólguspár Seðla- bankans Í þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí sl. var miðað við gengisvísitöluna 120 út spá- tímabilið. Nú er hins vegar reiknað með gengis- vísitölunni 124. Er þannig gengið út frá því að gengi krónunnar verði rúmlega 3% lægra á spátímabilinu en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Spáin byggist jafn- framt á því að áhrif opinberra fjármála verði tiltölu- lega hlutlaus að frátalinni umtalsverðri aukningu opinberrar fjárfestingar á þessu ári en samdrætti á því næsta. Þetta felur í sér að ekki verði breytingar á út- gjalda- og tekjuhlið ríkissjóðs sem raski afkomu hans. Sjálfvirk sveiflujöfnun, sem felst í breytingum á tekjum og gjöldum ríkissjóðs sem stafa af hags- veiflunni, er hins vegar látin virka. Gert er ráð fyrir að vöxtur samneyslu sé undir sögulegu meðaltali. Forsendur um þróun ytri skilyrða á þessu ári og næstu ár hafa breyst þannig að gert er ráð fyrir held- ur meiri lækkun á verði sjávarafurða á þessu ári en í seinustu spá. Nú er áætlað að verð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári í stað 2% lækkunar í síðustu spá. Gert er ráð fyrir óbreyttu verði milli áranna 2003 og 2004 sem er breyting frá fyrri spá, en þá var gert ráð fyrir 2% hækkun á milli áranna. Þá er gert ráð fyrir nokkrum vexti í útflutningsframleiðslu sjávarafurða á þessu ári eða 3% vegna aukinna aflaheimilda á næsta fiskveiðiári og aukins kolmunnaafla nú í sum- ar. Óbreyttar magnforsendur eru notaðar vegna 2004 eða 5% magnaukning. Áætlað er að verðlag áls muni hækka um 4% á þessu ári og er það breyting frá fyrri spá sem gerði ráð fyrir 1% verðlækkun. Áfram er byggt á verði á framvirkum samningum og verðfor- sendum álfyrirtækjanna tveggja, Norðuráls og Alcan á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verðlag innflutnings í erlendri mynt haldist óbreytt frá því í maí. Horfur um elds- neytisverð eru byggðar á framvirkum samningum. PENINGAMÁL 2003/3 15 Tafla 3 Forsendur þjóðhagsspár Seðlabanka Íslands Núverandi spá1 Breyting frá síðustu spá1 Stýrivextir og gengi2 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Stýrivextir Seðlabankans ............................................. 8,2 5,3 5,3 - - - Gengisvísitala erl. gjaldmiðla ...................................... 131,4 123,0 124,0 - 2,0 3,3 Ytri skilyrði (breytingar frá fyrra ári í % nema fyrir vexti) Útflutningsframleiðsla sjávarafurða ............................ 4¼ 3 5 - 3 - Verð sjávarafurða ......................................................... 3¼ -4 - - -2 -2 Verð áls ........................................................................ -6½ 4 2½ - 5 3½ Verð almenns vöruinnflutnings.................................... -½ -½ ½ - - - Eldsneytisverð.............................................................. 2 9 -14 - 6 - Verð útflutnings vöru og þjónustu ............................... -1¾ -7¾ ¾ - -¼ -¼ Viðskiptakjör vöru og þjónustu ................................... 1 -1¼ ¼ -¼ ¼ -½ Erlendir skammtímavextir (%) .................................... 2¾ 3 3½ - - - 1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin. 2. Ársmeðaltöl. Miðað er við óbreytta vexti og gengi frá spádegi (dagleg gögn).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.