Peningamál - 01.08.2003, Side 16

Peningamál - 01.08.2003, Side 16
Spáð er að hagvöxtur verði aðeins meiri á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Fram- leiðsluspenna hefur einnig verið endurskoðuð og er nú reiknað með lítils háttar slaka á árunum 2002 og 2003, sem snýst í smávægilega framleiðsluspennu á árinu 2004, þar sem hagvöxtur verður þá yfir vexti framleiðslugetu. Þar sem gert er ráð fyrir meiri slaka á vöru- og vinnumarkaði spáir bankinn minni verðbólgu framan af spátímabilinu en gert var í síðustu spá. Verðbólga er hins vegar yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans sé litið tvö ár fram í tímann. Eins og í síðustu spá er talið að spáóvissan eitt ár fram í tímann sé heldur niður á við en nú er talið að spáóvissan tvö ár fram í tímann sé samhverf, í stað upp á við í síðustu spá. Eftirspurn og framleiðsla Forsendur þjóðhags- og verðbólguspár Seðla- bankans Í þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí sl. var miðað við gengisvísitöluna 120 út spá- tímabilið. Nú er hins vegar reiknað með gengis- vísitölunni 124. Er þannig gengið út frá því að gengi krónunnar verði rúmlega 3% lægra á spátímabilinu en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Spáin byggist jafn- framt á því að áhrif opinberra fjármála verði tiltölu- lega hlutlaus að frátalinni umtalsverðri aukningu opinberrar fjárfestingar á þessu ári en samdrætti á því næsta. Þetta felur í sér að ekki verði breytingar á út- gjalda- og tekjuhlið ríkissjóðs sem raski afkomu hans. Sjálfvirk sveiflujöfnun, sem felst í breytingum á tekjum og gjöldum ríkissjóðs sem stafa af hags- veiflunni, er hins vegar látin virka. Gert er ráð fyrir að vöxtur samneyslu sé undir sögulegu meðaltali. Forsendur um þróun ytri skilyrða á þessu ári og næstu ár hafa breyst þannig að gert er ráð fyrir held- ur meiri lækkun á verði sjávarafurða á þessu ári en í seinustu spá. Nú er áætlað að verð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári í stað 2% lækkunar í síðustu spá. Gert er ráð fyrir óbreyttu verði milli áranna 2003 og 2004 sem er breyting frá fyrri spá, en þá var gert ráð fyrir 2% hækkun á milli áranna. Þá er gert ráð fyrir nokkrum vexti í útflutningsframleiðslu sjávarafurða á þessu ári eða 3% vegna aukinna aflaheimilda á næsta fiskveiðiári og aukins kolmunnaafla nú í sum- ar. Óbreyttar magnforsendur eru notaðar vegna 2004 eða 5% magnaukning. Áætlað er að verðlag áls muni hækka um 4% á þessu ári og er það breyting frá fyrri spá sem gerði ráð fyrir 1% verðlækkun. Áfram er byggt á verði á framvirkum samningum og verðfor- sendum álfyrirtækjanna tveggja, Norðuráls og Alcan á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verðlag innflutnings í erlendri mynt haldist óbreytt frá því í maí. Horfur um elds- neytisverð eru byggðar á framvirkum samningum. PENINGAMÁL 2003/3 15 Tafla 3 Forsendur þjóðhagsspár Seðlabanka Íslands Núverandi spá1 Breyting frá síðustu spá1 Stýrivextir og gengi2 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Stýrivextir Seðlabankans ............................................. 8,2 5,3 5,3 - - - Gengisvísitala erl. gjaldmiðla ...................................... 131,4 123,0 124,0 - 2,0 3,3 Ytri skilyrði (breytingar frá fyrra ári í % nema fyrir vexti) Útflutningsframleiðsla sjávarafurða ............................ 4¼ 3 5 - 3 - Verð sjávarafurða ......................................................... 3¼ -4 - - -2 -2 Verð áls ........................................................................ -6½ 4 2½ - 5 3½ Verð almenns vöruinnflutnings.................................... -½ -½ ½ - - - Eldsneytisverð.............................................................. 2 9 -14 - 6 - Verð útflutnings vöru og þjónustu ............................... -1¾ -7¾ ¾ - -¼ -¼ Viðskiptakjör vöru og þjónustu ................................... 1 -1¼ ¼ -¼ ¼ -½ Erlendir skammtímavextir (%) .................................... 2¾ 3 3½ - - - 1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin. 2. Ársmeðaltöl. Miðað er við óbreytta vexti og gengi frá spádegi (dagleg gögn).

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.