Peningamál - 01.08.2003, Page 33

Peningamál - 01.08.2003, Page 33
32 PENINGAMÁL 2003/3 ... þegar stórum hreyfingum fækkaði ... Síðastliðið ár hefur verið allnokkuð um stór viðskipti sem leitt hafa til væntinga um aukið innstreymi er- lends gjaldeyris. Einkavæðing ríkisbankanna hafði þessar væntingar í för með sér, þrátt fyrir að komið hafi fram að ekki stæði til að flytja gjaldeyri inn í landið í tengslum við hana. Væntingar um gjaldeyr- isinnstreymi vegna stórra viðskipta sem tengdust ýmsum hlutafélögum og væntingar um gjaldeyris- innstreymi vegna virkjana og stóriðjuframkvæmda höfðu einnig veruleg áhrif á þróun gengisins. Til þessa hefur raunverulegt innstreymi vegna stórfram- kvæmda verið lítið en væntingar hafa hins vegar verið um mikil áhrif þessa á gengi krónunnar. Á allra síðustu mánuðum hefur orðið nokkurt lát á fréttum um innstreymi af þessum toga og því hafa styrking- aráhrifin dvínað. Aukinn vöruskiptahalli gefur einnig til kynna að neysla fari vaxandi sem leiðir til út- streymis gjaldeyris en á móti koma jákvæðar fréttir af aflabrögðum og aukningu aflaheimilda sem vinna á móti. ... Seðlabankinn jók regluleg kaup sín á gjaldeyri ... Í samræmi við tilkynningu Seðlabankans við útgáfu Peningamála í maí jók hann dagleg kaup sín á gjald- eyri úr 1,5 milljónum Bandaríkjadala í 2,5 milljónir Bandaríkjadala. Tilgangurinn með kaupunum er að nýta það lag sem bankinn telur vera á gjaldeyris- markaði til að auka gjaldeyrisforðann. Til skamms tíma var töluverður hluti gjaldeyrisforðans fjár- magnaður með skammtímalántökum en þau lán hafa nú að mestu verið greidd upp. Sterkari gjaldeyris- forði vegur einnig upp á móti áhyggjum sem ýmsir aðilar, þ.m.t. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og láns- hæfismatsfyrirtæki, hafa lýst vegna aukinnar erlendr- ar skuldsetningar Íslendinga. Þótt skuldastaða hins opinbera hafi um nokkurt skeið verið að lækka hafa skuldir einkageirans aukist verulega en þar sem nokkur hluti þeirra er til fremur skamms tíma kann að vera þörf á auknum gjaldeyrisforða vegna var- úðarsjónarmiða. Frá því að bankinn hóf kaup sín á gjaldeyri í byrjun september 2002 til 25. júlí sl. hefur bankinn keypt gjaldeyri að andvirði 26,8 ma.kr. Gert er ráð fyrir að gjaldeyrisforðinn verði kominn í um 55 ma.kr. í árslok. Þróun gjaldeyrisforða og fjár- mögnunar hans má sjá á mynd 2. ... og spákaupmennska jókst Nokkuð hefur verið um spákaupmennsku á gjaldeyr- ismarkaði ef marka má fréttir frá aðilum á gjaldeyr- ismarkaði. Spákaupmennirnir hafa bæði verið inn- lendir og erlendir og einhverjir erlendir bankar virðast vera í þessum hópi. Spákaupmennska getur aukið flæði á markaðnum og liðkað þannig um fyrir eðlilegri verðmyndun en ef flótti brestur á veldur hann oft hraðari og ýktari verðbreytingum en ella. Spákaupmennskan felst í því að kaupa eða selja gjaldeyri í þeim tilgangi að hagnast á væntum verðbreytingum. Spákaupmaður sem á von á styrk- ingu krónunnar kaupir þannig krónur og væntir þess að geta selt þær síðar með hagnaði. Spákaupmaður sem væntir veikari krónu selur krónur og væntir þess að geta keypt þær ódýrar síðar. Inn í þetta dæmi blandast síðan vextir og kjör á inn- og útlánum, hér og erlendis. Oft er spákaupmennska voguð, þ.e. spá- kaupmennirnir gera afleiðusamninga til að taka stærri stöður. Þetta er áhættusamt en getur skilað ríkulegri ávöxtun. Skýrustu dæmi um veru spákaup- manna á gjaldeyrismarkaði sáust um miðjan júní þegar snörp lækkun varð á gengi krónunnar á sama tíma og vextir á ríkisvíxlum hækkuðu skarpt vegna skyndilegrar aukningar framboðs þegar spákaup- menn losuðu um innlendu fjárfestinguna. Vextir lækkuðu ... Vextir á krónumarkaði lækkuðu um tíma, m.a. vegna aukins lausafjár sem stafaði af kaupum Seðlabankans á gjaldeyri. Vextir á skemmri tíma skuldbindingum á krónumarkaði hafa um nokkurt skeið verið nokkuð lágir í samanburði við stýrivexti Seðlabankans en Gjaldeyrisforði Seðlabankans janúar 1999 - júní 2003 (mánaðarleg gögn) J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 1999 2000 2001 2002 2003 0 10 20 30 40 50 60 Ma.kr. Mynd 2 Heimild: Seðlabanki Íslands. Gjaldeyrisforði Skammtímafjármögnun

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.