Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 50

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 50
49 PENINGAMÁL 2003/3 annars nauðsynlegri hækkun vaxta og létta þrýstingi af gengi krónunnar. • Áframhaldandi markaðsvæðing og styrking stofnana og regluverks, sérstaklega í ríkis- fjármálum, er forsenda fyrir því að hægt verði að grípa ný hagvaxtartækifæri og auka enn aðlögunarhæfni og sveigjanleika ís- lenska hagkerfisins. Horfur 3. Áætlað er að hagvöxtur verði um 2¼% á árinu 2003 og aukist síðan jafnt og þétt eftir því sem stóriðjuframkvæmdum miðar. Nú er hagvöxtur drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu, reyndar frá tiltölulega lágu stigi eftir nokkurt samdráttar- skeið og haminn af háum skuldum heimilanna. Slaki í nýtingu framleiðsluþátta ætti að hverfa snemma árs 2004. Eigi að síður eru til skamms tíma litið til staðar ytri áhættuþættir sem geta haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Nefna má hættu á að hagvöxtur erlendis, einkum í Evrópu, verði hægari en spáð er. Væntanlegir kjarasamningar snemma á næsta ári og fordæmisgildi nýlegra launahækkana í opinbera geiranum fela í sér áhættu í hina áttina. 4. Til lengri tíma litið munu væntanlegar stóriðju- framkvæmdir hafa mikil örvandi áhrif á efna- hagslífið og hagvöxtur verða yfir langtímaleitni um nokkurra ára skeið með áhættuþætti á þensluhliðinni. Fjármagnsflæði vegna nýrra fjár- festinga mun væntanlega leiða til tímabundins aukins viðskiptahalla. Að því gefnu að aðhalds verði gætt í ríkisfjármálum teljum við að lítils háttar styrking raungengis (sem virðist þegar hafa orðið að hluta) ætti að duga til mótvægis við væntanlega eftirspurnaraukningu. Um leið gætu vergar skuldir erlendis lækkað niður fyrir 100% af VLF árið 2008. Aðaláhættan verður áfram fólgin í ofhitnun og versnandi samkeppnishæfni við útlönd, einkum ef eignaverð hækkar óhóf- lega eða óraunhæfar væntingar myndast um auknar tekjur. Loks valda miklar erlendar skuld- ir, einkum skammtímaskuldir, því að þjóðarbúið verður viðkvæmt fyrir óvæntum breytingum á viðhorfum og aðstæðum á alþjóðlegum lána- mörkuðum. Peningastefna og umgjörð peningastefnunnar 5. Frá síðustu heimsókn okkar hefur Seðlabankinn beitt stýrivöxtum sínum lipurlega og náð verðbólgunni undir verðbólgumarkmiðið. Við styðjum núverandi tiltölulega hlutlausa peninga- málastefnu bankans og teljum hana samrýmast þensluáhrifum vaxandi innlendrar eftirspurnar og aðhaldsáhrifum styrkingar krónunnar. Um þessar mundir er landsframleiðsla líklega undir getu, eins og sjá má af tímabundnum vexti at- vinnuleysis. Aftur á móti bendir aukning í smásölu, veltu kreditkortafyrirtækja, nýskrán- ingu bifreiða, innflutningi á varanlegum neyslu- varningi o.fl. til þess að neysla vaxi á árinu 2003. Aðrir undirliggjandi þættir hagkerfisins benda einnig til þess að eftirspurn sé að glæðast, þar á meðal aukin tiltrú. Þrátt fyrir nokkurt atvinnu- leysi hafa raun- og ráðstöfunartekjur vaxið, sem skýrist að hluta til af miklum launahækkunum opinberra starfsmanna. Fasteigna- og hlutabréfa- verð tók að hækka á nýjan leik á árinu 2002, sem gæti glætt auðsáhrif og vegið á móti áhrifum hárra skulda heimilanna. Þá munu síðbúin áhrif fyrri vaxtalækkana og nýleg rýmkun bindiskyldu halda áfram að örva hagkerfið lítils háttar. Á móti þensluáhrifum vegur styrking krónunnar sem væntanlega hefur áhrif til að hemja verð- bólgu fram á árið 2004. 6. Þegar litið er fram á veg þarf Seðlabankinn að hækka vexti vegna væntanlegrar uppsveiflu í hagkerfinu og vaxtastefnan þarf að vera aðhaldssöm næstu misseri. Við þessu búast markaðsaðilar enda er það ætlan Seðlabankans að fylgja slíkri stefnu í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að stuðla að verðstöðugleika og í ljósi nauðsynlegrar framsýnnar stefnumótunar þegar fylgt er verðbólgumarkmiði. 7. En miðað við ætlað umfang eftirspurnarþenslu sem talin er munu fylgja fyrirhuguðum stóriðju- framkvæmdum hvílir það fyrst og fremst á ríkis- fjármálum og annarri stefnu stjórnvalda að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Nýleg þróun hefur sýnt að hægt er að treysta á peninga- málastefnu til að viðhalda verðstöðugleika og hún ætti að vera fyrsta hagstjórnartækið sem beitt er til að sporna við óvæntum skammtíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.