Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2003/3 27 mat áhættunnar, þar sem tekið hefur verið tillit til virkni fjármálamarkaða, gefur hins vegar til kynna að Þýskaland sé einnig í þessum hópi. Þó benda flestar spár til þess að verðbólga í Þýskalandi verði í kring- um 1¼% árið 2003, sem er svipað og verið hefur síðastliðin ár. Nokkrar líkur eru samt á því að einhver verðhjöðnun geti komið fram næstu misseri þó að líkurnar á að slíkt ástand festi sig í sessi séu taldar litlar. Einkum í Japan, en þó einnig í Hong Kong og Taívan, virðast hins vegar talsverðar líkur á áfram- haldandi verðhjöðnun. Telja má líklegt að þar vegi þungt innbyggðar væntingar um lækkandi verðlag í framtíðinni. Þrátt fyrir að verðhjöðnun hafi nú þegar greinst í Kína mælist áhætta á efnahagssamdrætti einungis lít- il þar. Ástæða þess er að þeir vísar sem notast var við eru talsvert eftirspurnarmiðaðir, þ.e. þar er einblínt að mestu á minnkandi eftirspurn, en verðhjöðnunin í Kína hefur að stórum hluta verið drifin af aukningu framboðs umfram vöxt eftirspurnar. Í Bandaríkjunum virðist lítil hætta á verðhjöðnun samkvæmt áhættumati IMF þó svo að ýmsar tölur gefi til kynna fremur veikt efnahagsástand þar um þessar mundir. Hins vegar er það mat IMF að líkur á minnkandi framleiðsluslaka, jákvæð áhrif gengisþró- unar Bandaríkjadals, sveigjanleiki fjármálamarkaðar, ýmsir mögulegir efnahagshvatar og skýr vilji stjórn- enda efnahagsmála landsins til nauðsynlegra aðgerða muni verða til þess að ekki komi til of mikils þrýst- ings á lækkun verðlags í Bandaríkjunum á næstu misserum. Að því er Ísland varðar er ljóst að með þær stóriðjuframkvæmdir sem framundan eru á næstu ár- um er líklegt að verðlag muni halda áfram að hækka hér á landi. Hins vegar getur almennur samdráttur t.d. í Japan og Þýskalandi haft mikil áhrif á einstakar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferða- mannaþjónustu. Þótt sá viðkvæmnistuðull verðhjöðnunar sem hér hefur verið kynntur gefi ákveðnar vísbendingar um núverandi stöðu í efnahagsmálum þjóða er samt rétt að taka niðurstöðunum með ákveðnum fyrirvara. Ekki er t.d. alveg víst að sams konar mælingar séu endilega vísar að því sama í öllum hagkerfum. Til að mynda má færa rök fyrir því að sú mæling sem sýnir að meðalhagvöxtur síðastliðin þrjú ár var minni en meðalhagvöxtur síðastliðinn áratug geti í sumum til- fellum frekar verið vísbending um aukið jafnvægi í hagkerfinu heldur en beinlínis um slaka. Einnig er rétt að slá ákveðinn varnagla við því að það sé endi- lega vísbending um slaka í hagkerfinu að vöxtur út- lána á milli ára sé minni en vöxtur nafnvirðis VLF yfir sama tímabil. Minnkandi skuldabyrði heimila og fyrirtækja gæti allt eins verið vísbending um aukna fyrirhyggju sem leiddi til aukins fjármálalegs stöðug- leika og skili sér á endanum í minni útlánatöpum bankanna. Yfir heildina litið er fátt sem bendir til þess að verðhjöðnun verði eitthvert alheimsvandamál á kom- andi árum. Ekki þykir mikil hætta á útbreiðslu hennnar frá Kína þar sem ólíklegt er talið að ástandið þar verði langvarandi. Ef undan eru skilin Japan, Hong Kong og Taívan, þar sem verðhjöðnun hefur þegar náð að festa rætur, eru einnig taldar hverfandi líkur á langvarandi verðhjöðnun í öðrum löndum. Þó veldur sú mikla fylgni sem er á milli hagsveiflna í einstökum löndum ákveðnum líkum á samtímis lækkun verðlags og efnahagssamdrætti víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.