Peningamál - 01.08.2003, Page 19

Peningamál - 01.08.2003, Page 19
þrýstingi. Á móti kæmi hins vegar að gengi krónunn- ar gæti líklega veikst þar sem væntingar um gengis- styrkingu tengda innstreymi gjaldeyris vegna fram- kvæmdanna gengju að einhverju leyti til baka. Slík þróun yrði til að auka verðbólguþrýsting til skamms tíma. Jafnframt virðist óvissa og svartsýni um fram- vinduna í heimsbúskapnum síst vera í rénun og telur bankinn því óvissu tengda innfluttri verðbólgu lítið hafa breyst frá síðustu spá. ... en líkur á að verðbólga verði yfir spá bankans tvö ár fram í tímann hafa minnkað Tvö ár fram í tímann telur bankinn hins vegar að lík- ur á að verðbólga verði meiri en spáð var hafi minnkað frá því í maí sl., bæði vegna þess að vægi óvissuþátta sem ýttu áhættumatinu upp á við hefur minnkað, og vægi óvissuþátta sem ýttu áhættumatinu niður á við hefur aukist. Miðað við yfirlýsingar stjórnvalda undanfarið virðast líkur á ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum hafa aukist. Það byggist á vaxandi skilningi á að ella muni reyna of mikið á peningastefnuna varðandi mótvæg- isaðgerðir vegna stóriðjuframkvæmda með óheppi- legum afleiðingum fyrir gengisþróun og afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. Við framlagningu fjárlaga í haust mun skýrast betur hve mikils aðhalds megi vænta í ríkisfjármálum. Áfram er fyrir hendi óvissa tengd þróun gengis krónunnar til lengri tíma litið í tengslum við stóriðju- framkvæmdir annars vegar og áframhaldandi veik- leika í alþjóðahagkerfinu hins vegar, eins og fjallað var um í síðasta hefti Peningamála. Þessu til viðbót- ar gæti samdráttur í starfsemi varnarliðsins dregið úr innlendri eftirspurn. Áhrif þessa á verðbólgu til skemmri tíma litið eru þó ekki augljós því að líklega færi það saman við einhverja gengislækkun sem auka myndi á verðbólguþrýstinginn um hríð á móti áhrif- um minni eftirspurnar. Auk þess er ekki ljóst hve stórt áfallið yrði í efnahagslegu samhengi þar sem hvorki liggur fyrir hversu mikið yrði dregið úr um- svifum varnarliðsins, né á hve löngum tíma sá sam- dráttur ætti sér stað. Á móti koma hins vegar óvissuþættir tengdir hug- myndum um breytingar á húsnæðislánakerfinu og eftirspurnarhnykkur og húsnæðisverðshækkanir sem slíkum breytingum myndu líklega fylgja. Jafnframt ríkir nokkur óvissa um þróun húsnæðisverðs á næst- unni, en sú óvissa virðist vera í báðar áttir. Einnig hefur komið fram að skortur gæti orðið á sérhæfðu vinnuafli í tengslum við fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir ef erfitt reyndist að flytja það inn erlendis frá. Slíkur skortur getur valdið launahækkun sem smitast um vinnumarkaðinn. Það myndi auka verð- bólguþrýsting á seinni hluta spátímabilsins umfram það sem gert er ráð fyrir í spánni. 18 PENINGAMÁL 2003/3 Tafla 5 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsbreytingar (%) Breyting Ársfjórðungs- Breyting frá frá fyrri breyting sama árs- ársfjórð- á árs- fjórðungi ungi grundvelli árið áður 2001:1 0,8 3,4 4,0 2001:2 3,5 14,5 6,0 2001:3 2,3 9,7 8,0 2001:4 1,6 6,6 8,5 2002:1 1,0 4,2 8,7 2002:2 0,4 1,6 5,5 2002:3 0,2 0,7 3,3 2002:4 0,6 2,3 2,2 2003:1 0,7 2,9 1,9 2003:2 0,5 2,0 2,0 Tölurnar sýna breytingar milli ársfjórðungslegra meðaltala vísitölu neyslu- verðs. Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 2000 5,0 3,5 2001 6,7 9,4 2002 4,8 1,4 Skyggt svæði sýnir spá. 2003:3 0,2 1,0 2,0 2003:4 0,4 1,5 1,8 2004:1 0,4 1,5 1,5 2004:2 0,6 2,5 1,6 2004:3 0,7 3,0 2,1 2004:4 0,5 2,1 2,3 2005:1 0,6 2,3 2,5 2005:2 0,9 3,7 2,8 2005:3 0,9 3,8 3,0 2003 1,9 1,7 2004 1,9 2,3

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.