Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 48
PENINGAMÁL 2003/3 47 fylgni álverðs við raunvexti. Fylgni nafnvaxta og álverðs er það sem skiptir Landsvirkjun máli þar sem greiðslurnar fara fram í nafnstærðum. Áhætta vegna nafnvaxtabreytinga er því minni en ætla mætti þar sem álverð fylgir breytingum á verðlagi. Niðurstöður Fram til ársins 2010 mun álframleiðsla á Íslandi aukast úr 267.000 tonnum á ári í 737.000 tonn á ári ef þau áform sem nú standa fyrir dyrum ganga eftir. Þetta þýðir að vægi útflutningsgreina mun breyt- ast til muna. Talað hefur verið um að aukin álfram- leiðsla muni draga úr sveiflum og skjóta styrkari stoðum undir efnahagslífið. Vissulega er betra að dreifa áhættunni með því að láta fleiri en færri atvinnugreinar standa undir útflutningi, en áhættan felst líka í sveiflum í útflutningstekjum. Vissulega er rétt að tilkoma álframleiðslu mun hafa sveiflujafnandi áhrif á útflutningstekjur Íslend- inga, fyrst í stað. Eftir því sem hlutur álframleiðslu eykst mun aukið hlutfall áls hins vegar auka sveiflur á ný. Nú þegar er hlutfall áls orðið það mikið í útflutningsverðmæti að það er hætt að hafa dempandi áhrif á sveiflur í útflutningstekjum. Ef álframleiðsla verður aukin í 737.000 tonn á ári mun það leiða, að öðru óbreyttu, til þess að sveiflur í útflutningstekjum Íslendinga munu aukast og verða u.þ.b. 10-20% meiri en nú er. Verðvísitala áls virðist miklu fremur eiga samleið með iðnframleiðslu iðnríkjanna en verðvísitala sjávarafurða. Þetta bendir til þess að alþjóðleg hag- sveifla muni hafa meiri áhrif hér en verið hefur. Þegar söguleg gögn eru skoðuð kemur í ljós að nokkur fylgni virðist vera á milli nafnvaxta og ál- verðs. Ef þessar stærðir fylgjast áfram að í framtíð- inni munu vaxtagreiðslur og tekjur Landsvirkjunar vegna raforkusölu til áliðnaðar fylgjast að. Það mun þýða minni vaxtaáhættu fyrir Landsvirkjun en ella hefði orðið. 1. Verðbólga mæld sem 12 mánaða breyting neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Heimildir: London Metal Exchange og EcoWin. 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 5.500 Dollarar/tonn 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 12-mán. breyting neysluverðs Verðbólga (hægri ás) Álverð (vinstri ás) Raunverð áls og verðbólga1 1968-2001 Mynd 7 Greinargerð til eigenda Landsvirkjunar (2003): „Arðsemi og áhætta Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar“. Aðgengilegt á vefslóðinni: http://www.karahnjukar.is/files/2003_1_7_ardsemi.pdf Jón Vilhjálmsson (1983), „Lausleg athugun á áhrifum raforku- samnings við ÍSAL á raforkuverð Landsvirkjunar til almennings- veitna“, Orkustofnun 1983. Iðnaðarráðuneytið (1986), „Þjóðhagslegt mikilvægi stóriðju á Íslandi – álit nefndar á vegum iðnaðarráðherra“. Páll Harðarson (1998): „Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Íslandi 1966-1997“, Fjármálatíðindi, 45. árg., síðara hefti 1998, bls. 153-167. Heimildir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.