Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 37
36 PENINGAMÁL 2003/3 hverjum tíma háð gífurlegri óvissu og það gæti því alveg eins hafa verið a.m.k. 5% hærra eða lægra. Margir myndu reyndar segja að óvissubilið sé mun víðara. Allavega hélst gengið á þessu bili út árið. Undir lok október var gengið á svipuðu róli og um vorið og hafði sveiflast á frekar þröngu bili fyrir utan nokkra styrkingu um hásumarið. En síðan tekur gengið að styrkjast jafnt og þétt og er um þessar mundir rúmlega 6% sterkara en þá og var reyndar í síðasta mánuði um hríð um 10% sterkara en í lok okt- óber. Það er rétt að benda á að þessi þróun fer saman við mikla lækkun gengis Bandaríkjadals gagnvart evru, eða sem nemur rúmlega 15%. Þessi þróun er auðvitað algjörlega óháð innlendri efnahagsþróun og utan áhrifavalds innlendrar hagstjórnar. Hún hefur hins vegar haft það í för með sér að krónan hefur styrkst um rúm 16% gagnvart Bandaríkjadal. Það hefur auðvitað haft töluverðar afleiðingar fyrir af- komu þeirra sem flytja út í Bandaríkjadölum og hafa ekki notað gengisvarnir til að draga úr áhættu. Það er hins vegar athyglisvert að gengi krónunnar gagnvart evru hefur verið tiltölulega stöðugt á þessu tímabili, eins og sést á meðfylgjandi mynd, og var reyndar í gær lítilsháttar lægra en í lok október sl. Hvert hefur þessi þróun fært raungengið, sem skiptir meira máli en nafngengið þegar við erum að velta fyrir okkur áhrifum á afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina? Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur raungengið hækkað umtalsvert frá þeirri dýfu sem það tók við yfirskot gengisvísitölunnar 2001. Á þeim ársfjórðungi sem nú er að ljúka má áætla að raungengið sé nokkuð yfir bæði 10 ára og 20 ára sögulegu meðaltali. Það er nú orðið svipað og í hátoppi síðustu uppsveiflu en sem betur fer langt fyrir neðan það sem var undir lok níunda áratugarins. Hvað skýrir gengishækkunina? Hækkun gengisins hlýtur að eiga sér skýringar í breytingum eða nýjum upplýsingum sem fram komu á þessu tímabili. Þegar grannt er skoðað sýnist mér að gengishækkunin eigi rætur að rekja til þriggja þátta sem allir eru nátengdir. Í fyrsta lagi aukið traust á vöxt og stöðugleika þjóðarbúsins. Í öðru lagi vænt- ingar vegna stóriðjuframkvæmda. Í þriðja lagi stöðu- taka erlendra fjárfesta á innlendum gjaldeyris- markaði. Undir lok síðasta árs hafði verðbólgumarkmiðið náðst og ljóst var að viðskiptahalli var horfinn. Jafn- framt fóru líkur á stóriðjuframkvæmdum Fjarðaáls J F M A M J J Á S O N D | J F M A M J 31. des. 1991 = 100 Heimild: Seðlabanki Íslands. Gengi krónu 3. jan. 2002 - 23. júní 2003 Mynd 1 115 120 125 130 135 140 145 O N D | J F M A M J 80 85 90 95 100 105 31. október 2002 = 100 Heimild: Seðlabanki Íslands. Gengi krónu gagnvart gengisvísitölu, dollara og evru 1. október 2002 - 23. júní 2003 Mynd 2 Gagnvart gengisvísitölu Gagnvart Bandaríkjadal Gagnvart evru Heimild: Seðlabanki Íslands. 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 60 70 80 90 100 110 120 130 1980 = 100 Miðað við laun Miðað við verðlag Ársfjórðungslegt raungengi 1986:1 - 2003:2 Mynd 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.