Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 52
51 PENINGAMÁL 2003/3 stefna horfir til nokkurra ára og með áherslu á sjálfbærni, nokkuð sem hentar einkar vel fyrir- sjáanlegri framtíð. Ýmis þróuð hagkerfi, þ.m.t. á Norðurlöndum, hafa beitt mismunandi útfærsl- um af þessari aðferð með góðum árangri. Tekist hefur að stýra ríkisútgjöldum betur og tiltrú markaða hefur aukist. Við fögnum fyrirætlunum stjórnvalda um að taka upp þjóðhagsreikn- ingaaðferð á fjárlögum og að auka skilvirkni fjárlagagerðar. Til að ná markmiðum fjárlaga þarf að gæta þess að jafnframt því sem ákvarðanavald um tiltekin útgjöld er fært frá fjármálaráðuneyti þarf ábyrgð á útgjaldaákvörð- ununum að fylgja. 12. Með hliðsjón af vexti útgjalda umfram áform á síðustu árum og þörf á áframhaldandi aðhaldi væri gagnlegt að auka hlut einkaaðila við að veita almannaþjónustu og efla tengsl milli þjón- ustugjalda (sem mætti tekjutengja) og raunveru- legs kostnaðar við þjónustuna þar sem kostnaði hættir til að fara úr böndum – sérstaklega í heil- brigðis- og menntageirunum. Frekari umbætur sem raktar verða síðar, þ.m.t. lægri styrkir til landbúnaðar, myndu draga úr þrýstingi á fjárlög. Fjármálageirinn 13. Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sótti Ísland heim í apríl 2003 til að fylgja eftir athug- un á fjármálastöðugleika (FSSA) sem gerð var árið 2001. Niðurstöður sendinefndarinnar staðfestu að ójafnvægi sem greindist í FSSA skýrslunni frá 2001 er horfið og að meira jafn- vægis gætir nú í áhættu fjármálageirans, m.a. fyrir tilstuðlan fyrirbyggjandi eftirlitsaðgerða. Íslenskir bankar skiluðu auknum hagnaði á árun- um 2001 og 2002 og bættu eiginfjárstöðu sína bæði árin í samræmi við tilmæli eftirlitsyfir- valda. Sparisjóðirnir áttu við rammari reip að draga en viðskiptabankarnir enda hlutfall van- skila og afskrifta af heildarútlánum hærra hjá þeim. 14. Búið er að efla lög og reglugerðir um fjármála- starfsemi ásamt því að styrkja fjármálaeftirlit og gera umfangsmiklar umbætur í samræmi við kjarnareglur Baselnefndar um bankaeftirlit (BCP). Við fögnum nýjum lögum um fjármála- fyrirtæki og tengdri löggjöf sem og eflingu Fjár- málaeftirlitsins. Í kjölfar skjótra og umfangsmik- illa umbóta sem gerðar hafa verið á regluverki og framkvæmd fjármálaeftirlits frá því að FSSA athugunin var gerð árið 2001 uppfyllir Ísland nú flest ákvæði BCP reglnanna að undanskilinni reglu 11, vegna skorts á reglulegri skýrslugjöf banka um áhættu í útlánum til lánþega í öðrum löndum. Við hvetjum stjórnvöld til að halda vöku sinni á komandi árum vegna hættu á spennu í hagkerfinu, m.a. vegna hás skuldahlut- falls. 15. Án þess að gera lítið úr því sem vel er gert og rakið er hér að framan er rétt að benda á nokkur atriði sem mættu betur fara. Íbúðalánasjóður sem heyrir undir félagsmálaráðuneyti og Alþingi er undanþeginn varúðarreglum sem gilda á öðrum sviðum fjármálastarfsemi, svo sem um eiginfjár- hlutfall, útlánaafskriftir o.s.frv. Við leggjum til að starfsemi Íbúðalánasjóðs sæti viðmiðum sem byggja á almennum varúðarreglum um starfsemi fjármálastofnana. Rétt er að fylgjast áfram gaumgæfilega með starfsemi þeirra sparisjóða sem slakast standa til að tryggja að þeir bæti bæði stjórnun og fjárhagslega stöðu sína, þrátt fyrir að rekstur þeirra hafi hverfandi kerfislæga þýðingu. Kerfisumbætur 16. Stjórnvöld hafa staðið mjög vel að framkvæmd kerfisumbóta sem hafa stuðlað að eftirtektar- verðum hagvexti á Íslandi. Nýlega voru síðustu hlutir ríkisins í bönkunum seldir, sem gefur kost á aukinni hagræðingu í bankageiranum. Við fögnum staðfestu stjórnvalda að halda áfram á braut einkavæðingar með sölu á hlut ríkisins í Landssímanum. Nokkuð hefur miðað í átt til frjálsræðis og hagræðingar í orkugeiranum þótt enn sé af nógu að taka. Þá leggjum við til að stjórnvöld íhugi að færa í áföngum meginhluta húsnæðislána yfir í bankakerfið þannig að á end- anum sinni Íbúðalánasjóður einungis félagsleg- um íbúðalánum. 17. Með vísan til alþjóðlegra samningaviðræðna um aukið frelsi í viðskiptum (Doha-lotan) hvetjum við stjórnvöld til að setja sér metnaðarfull mark-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.