Peningamál - 01.08.2003, Side 12

Peningamál - 01.08.2003, Side 12
Innflutningur fjárfestingarvöru bendir til undirliggj- andi vaxtar fjárfestingar Vísbendingar um þróun fjárfestingar á öðrum árs- fjórðungi eru fremur fátæklegar. Þó má ráða af inn- flutningi fjárfestingarvöru, að skipum og flugvélum frátöldum, að undirliggjandi vöxtur sé í fjárfestingu. Samdrátt fjárfestingar á fyrsta fjórðungi ársins má rekja til fyrrnefnds innflutnings flugvélar árið 2002. Að honum frátöldum hefði orðið vöxtur. Ef slík stórviðskipti skekkja ekki samanburðinn á öðrum ársfjórðungi gæti nokkur vöxtur hugsanlega orðið niðurstaðan. Þá fer einnig að gæta nokkuð aukinna framkvæmda á vegum hins opinbera og við virkjana- framkvæmdir í ársfjórðungnum, og vöxtur útlána til íbúðakaupa bendir til töluverðs vaxtar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Vinnumarkaður og tekjuþróun Fjölgun skólafólks á atvinnuleysisskrá skýrir aukið atvinnuleysi Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur aukist nokkuð jafnt og þétt frá haustmánuðum árið 2001, þótt hlé hafi orðið á síðustu mánuðum fyrra árs. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri þróun, þótt hægt hafi á aukning- unni. Rétt er að hafa í huga að atvinnuleysi er að jaf- naði tafin vísbending um ástand efnahagsmála og nær oftast hámarki nokkru eftir að efnahagsbati hefst. Í júní sl. voru rúmlega 5.300 manns á atvinnu- leysisskrá, eða sem nemur 3,2% af áætluðum mann- afla. Að teknu tilliti til árstíma var atvinnuleysi 3,4%, svipað og í maí. Skráð atvinnuleysi var um hálfri pró- sentu lægra á öðrum ársfjórðungi en mældist í vinnu- markaðskönnun Hagstofu Íslands. Þótt árstíðarleiðrétt atvinnuleysi sé enn ekki farið að minnka virðist vera þokkalegur hreyfanleiki á vinnumarkaðinum, því að samkvæmt upplýsingum frá vinnumiðlunum og úthlutunarnefndum atvinnu- leysisbóta hafa margir þeirra sem voru á atvinnuleys- isskrá í vetur fengið vinnu, en á móti kemur að fleira skólafólk skráði sig atvinnulaust eftir að prófum lauk í maí. Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstof- unnar staðfesta þetta og skýra jafnframt hvers vegna atvinnuleysi hefur haldið áfram að aukast þrátt fyrir efnahagsbata. Könnun Hagstofunnar sýnir að at- vinnuleysi dróst saman á öðrum ársfjórðungi hjá öllum aldurshópum nema þeim yngsta (16-24 ára). Nokkuð stór og vaxandi hluti atvinnulausra hefur þó verið atvinnulaus alllengi. Í júní hafði tæplega þriðjungur atvinnulausra verið atvinnulaus sex mánuði eða lengur, en á sama tíma fyrir ári hafði rúmlega fimmtungur verið atvinnulaus svo lengi. Skipting atvinnulausra eftir starfsstéttum í júní sl. var svipuð og á sama tíma í fyrra. PENINGAMÁL 2003/3 11 Tafla 2 Vísbendingar um eftirspurn á fyrri árshelmingi 2003 Það sem af er öðrum Fyrsti árs- ársfjórðungi Breyting frá fyrra ári í % nema annað sé tekið fram fjórðungur eða árinu1 Dagvöruvelta apríl-júní, raunbreyting .................................................................................................... 0,9 6,4 Greiðslukortavelta apríl - júní, raunbreyting .......................................................................................... 9,5 4,7 Bifreiðaskráning apríl-júní, fjölgun skráninga ...................................................................................... 56,8 40,8 Sementssala apríl-júní, magnbreyting (tonn).......................................................................................... 19,7 18,5 Almennur innflutningur janúar-maí, magnbreyting .............................................................................. 6,4 7,5 Innflutningur neysluvöru janúar-maí, magnbreyting.............................................................................. 19,4 13,7 Innflutningur fjárfestingarvöru án skipa og flugvéla janúar-maí, magnbreyting ................................... 10,7 11,1 Íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu janúar-maí, verðbreyting ................................................... 10,7 11,4 Útlán Íbúðalánasjóðs (nafnvirði) janúar-maí .......................................................................................... 24,1 23,7 1. Seinni talnadálkur sýnir breytingar frá fyrra ári á því tímabili sem tilgreint er. Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, sementsframleiðendur, Seðla- banki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.