Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 16

Peningamál - 01.12.2005, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 16 ...en mikil skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í krónum hefur hamlað gegn hækkun vaxta óverðtryggðra skuldabréfa... Þótt hækkun stýrivaxta í september hafi verið meiri en margir mark- aðsaðilar áttu von á og boðskapur Peningamála hafi þótt nokkuð hvass og senda skýr skilaboð um að frekari hækkana sé að vænta, hafði hún tiltölulega lítil áhrif á vexti óverðtryggðra skuldabréfa til tveggja og allt að átta ára. Líklegt er að þar eigi áðurnefnd skulda- bréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum hlut að máli. Gefin hafa verið út skuldabréf að andvirði u.þ.b 115 ma.kr. og hefur eftirspurn eftir innlendum skuldabréfum sem af henni leiðir þrýst innlendum vöxt um niður eins og áður hefur komið fram. Líklegt er að þessi skulda bréfaútgáfa haldi áfram meðan veruleg eftirspurn er eftir lánsfé innanlands, sem endurspeglast m.a. í miklum vaxtamun, og nægilegt framboð er á innlendum skuldabréfum til áhættuvarna. ...og valdið hækkun á gengi krónunnar Á sama tíma og aukin eftirspurn eftir innlendum skuldabréfum vegna erlendrar útgáfu hefur þrýst vöxtum niður hefur hún knúið gengi krón unnar upp þótt erfitt sé að meta hver hlutur útgáfunnar er í hækk- uninni. Þegar þetta var ritað hafði gengi krónunnar hækkað um tæp- lega 6% frá hækkun stýrivaxta í lok september. Raungengi krón unnar er nú u.þ.b. fimmtungi hærra en að meðaltali undanfarna tvo áratugi. Lík legt verður að telja að raungengi hverfi á komandi árum aftur til meðaltals undanfarinna áratuga. Hugsanlegt er að að lögun gengisins verði tímabundið jafnvel meiri. Eigi slík aðlögun sér stað á líftíma þeirra skuldabréfa sem gefin hafa verið út er afar lík legt að erlendir kaup- endur þeirra muni uppskera verulega neikvæða raun ávöxtun í gjald- miðlum síns heimalands. Það að eftirspurn skuli vera eftir íslenskum skuldabréfum á ekki hærri vöxtum við þær aðstæður sem nú ríkja í íslenskum gengis- og efnahagsmálum kann að benda til þess að hinir erlendu kaupendur séu fremur illa upplýstir um íslensk efnahagsmál og vanmeti gjaldmiðlaáhættuna. Snúist þeim hugur kann ávöxtunarkrafan að hækka snögglega um leið og gengi krónunnar veikist. Óverðtryggðir útlánsvextir hækkuðu í samræmi við stýrivexti og líkur eru á umtalsverðri vaxtahækkun verðtryggðra útlána á næstunni Eins og oftast áður fylgdu vextir óverðtryggðra útlána lánastofnana breyt ingum á stýrivöxtum Seðlabankans í september þétt eftir. Með al- kjörvextir innlánsstofnana eru nú u.þ.b. 12½%. Bilið á milli stýri vaxta og kjörvaxta er hins vegar nokkru minna en það var á árinu 2003. Vextir verðtryggðra útlána hafa hins vegar lítið breyst enn sem komið er þótt vextir íbúðaveðlána séu farnir að þokast upp á við. Lík legt er þó að þessir vextir fari almennt að hækka í kjölfar hækkunar á ávöxtunar- kröfu verðtryggðra skuldabréfa og nýlegrar hækkunar Íbúða lánasjóðs og annarra lánastofnana á vöxtum húsnæðisveðlána. Enn hefur ekki dregið úr vexti útlána, en tólf mánaða vöxtur peningamagns minnkar vegna grunnáhrifa Útlán lánakerfisins vaxa enn hröðum skrefum, einkum hjá inn láns stofn- un um. Í september höfðu útlán innlánsstofnana aukist um tæplega 4 6 8 10 12 RIKB 13 0517 RIKB 07 0209 RIKB 10 0317 Stýrivextir 200520042003 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-6 Stýrivextir og ávöxtunarkrafa ríkisbréfa Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 11. nóvember 2005 4 6 8 10 12 14 16 200520042003 Meðalkjörvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna Meðalvextir á óverðtryggðum útlánum bankanna Stýrivextir Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-7 Stýrivextir og óverðtryggðir útlánsvextir bankanna Vikulegar tölur 4. janúar 2002 - 11. nóvember 2005 2 4 6 8 10 12 2005200420032002 Ávöxtun íbúðabréfa (HFF 150224) Ávöxtun spariskírteina (RIKS 15 1001) Meðalkjörvextir banka og sparisjóða Meðalútlánsvextir banka og sparisjóða Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-8 Meðalvextir verðtryggðra útlána banka og sparisjóða og ávöxtun spariskírteina og íbúðabréfa Vikulegar tölur 4. janúar 2002 - 11. nóvember 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.