Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 55

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 55
Þorvarður Tjörvi Ólafsson1 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum á rætur sínar að rekja til mikillar innlendrar eftirspurnar eftir lánsfé, sem hefur leitt til hækkunar vaxta og gengis, á sama tíma og vextir eru lágir á alþjóðamörkuðum og fjárfestar eru tilbúnir að feta fáfarnar slóðir í leit sinni að betri ávöxtun. Í þessari grein er gerð grein fyrir þróun erlendrar skuldabréfaútgáfu í smærri gjaldmiðlum frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar, fyrirkomulagi útgáfunnar er lýst, drifkröftum hennar og litið á fróðlega reynslu Nýja-Sjálands af útgáfu sem þessari. Þá verður lagt mat á áhrif útgáfunnar á fjármálamarkaði, vexti, gengi krónunnar og áhrifamátt peningastefnu Seðlabankans. Loks verður kastljósinu beint að nánustu framtíð og reynt að gera grein fyrir mögulegum áhrifum útgáfunnar á framvindu efnahagsmála. Inngangur Erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum nemur um 120 ma.kr. þegar þetta er skrifað um miðjan nóvember. Það er meira en saman- lögð innlend útgáfa ríkissjóðs. Þótt þessi útgáfa sé nýlunda hér á landi er um vel þekkta viðskiptaleið að ræða á alþjóðamörkuðum og er út- gáfan til marks um aukna samþættingu íslensks fjármálamarkaðar við umheiminn þar sem viðskipti af þessu tagi hafa stóraukist á undan- förnum árum2. Útgáfan kemur hins vegar á tíma þar sem þjóðarbú- skapurinn einkennist af miklu ójafnvægi og þörf er á ströngu aðhaldi peninga stefn unnar. Meta þarf hvaða áhrif þessi útgáfa hefur á fjár- málamarkaði, efnahagslífi ð í heild sinni og áhrifamátt peningastefnu Seðlabankans. Mikilvægt er að líta til reynslu annarra þjóða af útgáfu sem þessari en huga um leið að nokkrum séríslenskum þáttum og mögulegum áhrifum þeirra. Alþjóðleg þróun erlendrar skuldabréfaútgáfu í smærri gjaldmiðlum3 Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar mættust tveir straumar á alþjóð- legum skuldabréfamörkuðum. Annars vegar hófu margar ríkisstjórnir umbætur á fjármálamörkuðum sem miðuðu að því að auka frjálsræði í viðskiptum. Sumar þeirra leituðust við að laða til sín erlenda fjárfesta til að styðja við framþróun innlends fjármálamarkaðar. Hins vegar hófu fjárfestar á kjarnamörkuðum að líta út fyrir landsteinana í leit sinni að betri ávöxtun og nýjum leiðum til að fá betri dreifi ngu í eignasöfn sín. Þetta er stuttu eftir olíukreppur áttunda áratugarins. Mörg ríki glímdu 1. Höfundur er hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Höfundur þakkar Hauki Bene diktssyni, Þórarni G. Péturssyni, Magnúsi Fjalari Guðmundssyni, Tómasi Erni Kristins- syni, Guðmundi Kr. Tómassyni, Jakobi Gunnarssyni, Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Helgu Rún Helgadóttur fyrir aðstoð við vinnslu greinarinnar. Höfundur þakkar einnig Anella Munro, ráðgjafarhagfræðingi (e. Senior Economist) á hagfræðisviði Seðlabanka Nýja-Sjá- lands, fyrir mjög gagnleg samskipti um reynslu Nýsjálendinga af útgáfu erlendra skulda- bréfa í nýsjálenskum dölum og Yüksel Görmez, deildarstjóra fjármáladeildar Seðlabanka Tyrk lands, fyrir aðstoð við upplýsingaöfl un um reynslu Tyrkja og annarra landa. Höfundur er einn ábyrgur fyrir þeim annmörkum sem eru á þessari grein. Skoðanir, sem koma fram í grein inni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. 2. Fyrirkomulagi útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum er lýst í rammagrein 1. 3. Þessi undirkafli byggist að miklu leyti á Herrera-Pol (2004). Hugtakið „smærri gjaldmiðlar“ er hér notað yfir alla gjaldmiðla fyrir utan megingjaldmiðlana fimm (Bandaríkjadal, evru, japanskt jen, sterlingspund og svissneskan franka) en um 97% skuldabréfa á alþjóða mörk- uðum eru gefin út í megingjaldmiðlunum fimm (sjá Cohen, 2005). 0 10 20 30 40 50 5 ár3 ár2 ár1,5 ár1 ár Mynd 1 Umfang útgáfu erlendra skuldabréfa í krónum eftir líftíma Ma.kr. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.