Peningamál - 01.12.2005, Síða 64

Peningamál - 01.12.2005, Síða 64
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 64 Ramma grein 1 Fyrirkomulag skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum1 Í þessari rammagrein verður rakið stuttlega hvernig fyrirkomulagið er á skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum. Ferlið er brotið niður í nokkur skref en athuga verður að hluti viðskiptanna getur falið í sér nokkur skref í einu. 1. skref Erlendur útgefandi gefur út skuldabréf í íslenskum krónum. Bréfi n sem gefi n hafa verið út hingað til hafa í öllum tilfellum verið vaxta- greiðslubréf þar sem höfuðstóllinn er greiddur í heild sinni á loka- gjalddaga bréfsins og vaxtagreiðslur falla t.d. til á sex mánaða fresti. Þessi bréf eru gefi n út á lægri ávöxtunarkröfu en ríkissjóði Íslands byðist í sambærilegri útgáfu á innlendum markaði ef miðað væri við vaxtaferil óverðtryggðra ríkisbréfa. Erlendur fjárfestir kaupir þessi bréf og verður að kaupa íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldmiðil á innlendum gjaldeyrismarkaði. Niðurstaða: Erlendur útgefandi: Er með fastvaxtaskuldbindingu í íslenskum krón- um og fær andvirði skuldabréfaútboðsins í íslenskum krónum. Erlendur fjárfestir: Er með eign í fastvaxtaskuldabréfi útgefnu í íslenskum krónum. Ber gjaldeyrisáhættu. 2. skref Erlendur milligönguaðili gerir gjaldmiðlaskiptasamning við erlenda útgefandann þar sem skuldbindingu útgefandans er breytt úr krónu skuldbindingu yfi r í skuldbindingu í erlendum gjaldmiðli. Milli- gönguaðilinn fær því andvirði skuldabréfaútboðsins í íslenskum krónum en lætur útgefandann hafa í staðinn samsvarandi upphæð í erlendum gjaldmiðli. Jafnframt greiðir milligönguaðilinn útgefand- anum föstu vextina í íslenskum krónum en fær greidda í staðinn frá útgefandanum breytilega vexti (LIBOR-viðmið) að viðbættu/frá- dregnu föstu álagi. Niðurstaða: Erlendur útgefandi: Er með skuldbindingu í erlendum gjaldmiðli og greiðir breytilega LIBOR-vexti af henni og fær andvirði útgáfunnar í erlendum gjaldmiðli. Erlendur milligönguaðili: Er með fastvaxtaskuldbindingu í ís- lensk um krónum og kröfu í erlendum gjaldeyri á breytilegum vöxt- um að viðbættu/frádregnu föstu álagi. Situr eftir með andvirði út gáf- unn ar í íslenskum krónum. 3. skref Erlendir milligönguaðili gerir sambærilegan gjaldmiðlaskiptasamning við íslenskan banka og hann gerði við erlenda útgefandann nema með öfugum formerkjum. Erlendi milligönguaðilinn þarf þó ekki að 1. Haukur Benediktsson, sérfræðingur á alþjóðasviði Seðlabanka Íslands og lektor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, skrifaði þessa rammagrein um fyrirkomulag erlendrar skuldabréfaútgáfu í krónum. Mynd 1 Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila Greiðsluflæði á upphafsdegi Heimild: Seðlabanki Íslands. Íslenskur verð- bréfamarkaður Íslenskur banki Íslenskur banki Erlendur banki Milligöngu- aðili Erlendur útgefandi Kaupandi bréfa Skipta- samningur Skipta- samningur EUR EUR EUR EUR ISK ISK ISK ISK ISK Mynd 2 Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila Greiðsluflæði á gjaldaga Heimild: Seðlabanki Íslands. Íslenskur verð- bréfamarkaður Íslenskur banki Íslenskur banki Erlendur banki Milligöngu- aðili Erlendur útgefandi Kaupandi bréfa Skipta- samningur Skipta- samningurEUR EUR EUR EUR ISK ISKISK ISK ISK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.