Peningamál - 01.12.2005, Page 78

Peningamál - 01.12.2005, Page 78
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 78 Áhrif útgáfunnar á peningastefnu Seðlabankans Verðlagsstöðugleiki er meginmarkmið Seðlabanka Íslands og er stöð- ugt verðlag skilgreint sem hækkun neysluverðs um 2½% á tólf mán- uðum. Annað markmið Seðlabankans er að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi , þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Þetta við- fangsefni hefur orðið æ umfangsmeira í starfsemi margra seðlabanka á undanförnum árum enda talið nauðsynlegt í kjölfar þess að hömlum var létt af fjármagnshreyfi ngum á milli landa. Erlend útgáfa skulda- bréfa í krónum hefur áhrif á bæði þessi markmið. Hér verður þó fyrst og fremst fjallað um áhrifi n á peningastefnuna. Meira reynir á miðlun peningastefnunnar í gegnum gengi krónunnar en ella Miðlunarferli peningastefnunnar lýsir því hvernig vaxtabreytingar Seðla- bankans miðlast í gegnum hagkerfi ð og hafa áhrif á neyslu- og fjárfest- ingarákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja og með því heildareftirspurn, verðbólguvæntingar og að lokum verðbólgu. Miðlunarferlið er fl ókið, háð mikilli óvissu og getur tekið breytingum eftir því hvernig aðstæður eru í þjóðarbúskapnum hverju sinni, m.a. þar sem væntingar fólks og fyrirtækja hafa svo mikið að segja. Veigamiklar kerfi sbreytingar síðustu ára hafa breytt miðlunarferlinu og sömuleiðis er ljóst að þjóðarbúið er svo víðs fjarri því sem hægt er að kalla jafnvægisástand að reynsla fyrri ára veitir mjög takmarkaða leiðsögn. Því er ekki auðvelt að meta áhrif erlendrar útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum á miðlunarferli og áhrifamátt peningastefnu Seðlabankans við þessar aðstæður. Umfjöllunin hér á undan bendir til að miðlun peningastefnunnar í gegnum vexti veikist tímabundið við núverandi aðstæður þar sem útgáfa erlendra skuldabréfa í krónum vinnur á móti vaxtahækkunum Seðlabankans. Miðlun peningastefnunnar í gegnum gengið efl ist hins vegar til skamms tíma vegna gengisstyrkingar krónunnar en þau áhrif geta snúist við ef fjármagnsstraumar snúast við og gengið lækkar. Áhrif erlendrar skuldabréfaútgáfu á peningastefnuna eru því að miðlun stýrivaxtahækkana út í hagkerfi ð fer í meira mæli fram í gegn- um gengisáhrifi n en vaxtarófi ð en ella. Það þýðir hins vegar ekki að áhrifamáttur peningastefnunnar á vaxtarófi ð sé hverfandi. Því fer fjarri eins og þróun verðtryggða vaxtarófsins hefur sýnt að undanförnu en áhrifi n eru minni en ef útgáfan hefði ekki komið til. Eins og áður hef- ur komið fram er ekki auðvelt að meta hve stóran hluta gengisstyrk- ingarinnar í haust megi rekja til erlendu útgáfunnar, líklegt er að hún hafi efl t það ferli sem þegar var hafi ð í kjölfar vaxtahækkana Seðla- bankans. Breytt miðlun peningastefnunnar er að mörgu leyti óheppileg því að hún leggst misþungt á atvinnugreinarnar í landinu. Útfl utningsgeir- inn mun þurfa að sýna mikinn sveigjanleika. Hins vegar eru það engin ný sannindi að peningayfi rvöld standa frammi fyrir vali. Þau geta ekki haft það að markmiði að tryggja samtímis stöðugleika innanlands (þ.e. verðlags), gengisstöðugleika og leyft fullt frelsi fjármagnsfl utninga. Þetta er hinn klassíski ómöguleika-þríhyrningur peningastefnunnar (e. the impossible trinity). Þegar Seðlabanki Íslands tók upp verðbólgu- markmið og leyfði krónunni að fl jóta í mars 2001 varð verðlagsstöðu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.