Peningamál - 01.12.2005, Page 80
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA
Í KRÓNUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
80
Um þetta er þó erfi tt að fullyrða því að ekki liggja fyrir niðurstöður
rannsókna á því hvernig samband verðlags og gengisbreytinga hefur
nákvæmlega breyst hér á landi á undanförnum árum enda stutt síðan
núverandi fyrirkomulag í gengismálum var tekið upp.26
Aukin óvissa við framkvæmd peningastefnunnar
Af umfjölluninni hér að ofan er ljóst að margt er óvíst og erfi tt er að
spá fyrir um þróunina á næstunni. Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í
krónum eykur óvissuna í kringum framkvæmd peningastefnunnar þar
sem hún breytir miðlun hennar út í gegnum hagkerfi ð á sama tíma
og íslenskt efnahagslíf er í einni mestu uppsveifl u síðari ára. Óvissa er
hins vegar ekki nýtt viðfangsefni Seðlabankans né annarra peningayfi r-
valda.27 Þróunin næstu mánuði getur einnig fært peningayfi rvöldum
mikilvægar vísbendingar um þennan nýja óvissuvald í íslenskum efna-
hagsmálum og hvernig best sé að bregðast við honum. Þessari grein
er einungis ætlað að marka upphafi ð að mun nánari umfjöllun um
áhrif skuldabréfaútgáfu erlenda aðila í krónum á næstu mánuðum og
árum.
Samantekt
Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í krónum er sterkur vitnisburður
um aukna samþættingu íslensks fjármálalífs við umheiminn og áminning
um að enginn er eyland í þeim ólgusjó sem alþjóðafjármálamarkaðir
eru. Mikill vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur leitt til hækkunar vaxta
og gengis og beint kastljósi alþjóðafjárfesta að þeim möguleikum sem
felast í þessu hávaxtalandi í Norður-Atlantshafi .
Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila mun halda áfram svo lengi sem
væntingar haldast stöðugar um að drifkraftar útgáfunnar verði áfram
til staðar, þ.e. vaxtamunurinn við útlönd verði áfram mikill, gengi
krón unnar haldi styrk sínum og eftirspurn eftir lánsfé innanlands verði
áfram kröftug. Margt getur breytt væntingum markaðsaðila til þess-
ara drifkrafta og ákveðin teikn eru á lofti. Það stefnir í vaxtahækkanir
erlendis og ástandið á skuldabréfamörkuðum gæti glæðst. Þá er spurn-
ing hversu lengi markaðsaðilar telji að krónan geti haldið styrk sínum í
ljósi stöðugrar aukningar viðskiptahallans við útlönd.
Í þessari grein hefur í fyrsta lagi verið gerð grein fyrir alþjóðlegri
þróun skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í smærri gjaldmiðlum síðast liðna
tvo áratugi. Í annan stað voru niðurstöður rannsókna á því hvað ráði
vali á gjaldmiðli við útgáfu skuldabréfa kynntar en þær leggja áherslu
á mikilvægi vaxtamunarins á milli landa, styrk gengisins í sögulegu ljósi
og innlenda eftirspurn eftir lánsfé. Í greininni var fjallað um fyrirkomu-
lag krónuútgáfunnar og hvers vegna þessir þættir skipta sköpum og
eru drifkraftar útgáfunnar.
26. Hampton (2001) sýnir fram á að verðlagsáhrif gengisbreytinga hafa breyst á Nýja-Sjá-
landi. Hann rannsakar hvernig gengisbreytingar skiluðu sér út í verðlagið þegar gengi
ný sjálenska dalsins veiktist í kringum aldamótin 2000 og ber niðurstöður sínar saman við
niðurstöður eldri rannsókna á tímabilinu frá árinu 1985 til ársins 1990. Hann kemst að því
að gengisbreytingar skili sér í mun minna mæli út í verðlag en áður og að nú leiði 10%
verðhækkun innflutnings aðeins til 0,5% hækkunar neysluverðlags til skamms tíma og
1,5% hækkunar til langs tíma.
27. Samanber orð Alan Greenspan, fráfarandi Seðlabankastjóra Bandaríkjanna: “Uncertainty
is not just an important feature of the monetary policy landscape; it is the defining
characteristic of that landscape” (Greenspan, 2003).