Peningamál - 01.12.2005, Side 85

Peningamál - 01.12.2005, Side 85
Guðmundur Guðmundsson1 og Kristíana Baldursdóttir2 Lífeyrissjóðir – framtíðarhorfur og óvissuþættir Í árslok 2004 voru eignir lífeyrissjóðanna nokkru meiri en andvirði landsframleiðslu eins árs. Horfur eru á að þær vaxi um svipaða upphæð næstu 10 árin. Rúmlega fimmtungur eigna sjóðanna er nú varðveittur í erlendum verðbréfum, en til að ávaxta féð, sem bætast mun við, þarf væntanlega að fjárfesta hærra hlutfall erlendis. Afkoma lífeyrissjóða ræðst af dánarlíkum félagsmanna, starfsævi, launaþróun og ávöxtun fjármagns sjóðanna. Sýnd eru dæmi um stærð þessara þátta og sérstaklega hugað að óvissu um þá og áhrifum hennar á rekstur sjóðanna. Ekki er að sjá að stórfelldur peningasparnaður Íslendinga með lífeyrissjóðum hafi leitt til samsvarandi þjóðhagslegs sparnaðar. Eftirlaun eru nú alvarlegt áhyggjuefni í ríkisfjármálum fl estra iðn væddra landa. Þau eru að mestu greidd með skattfé og fyrirsjáanlegt að fram- lög til þeirra þurfa að hækka mikið næstu áratugi. Ástæðan fyrir þessu er að fjölmennir árgangar nálgast eftirlaunaaldur, íbúar landanna ná hærri aldri og eignast færri börn. Hlutfall eftirlaunaþega og fólks á starfsaldri mun því hækka mikið fram eftir 21. öld. Hliðstæð þróun í breyt ingu á aldurshlutföllum nær einnig til margra þróunarlanda, þ. á m. bæði Indlands og Kína3. Enda þótt öldruðum Íslendingum muni einnig fjölga í hlutfalli við fólk á starfsaldri er þetta minna áhyggjuefni hér en víða annars staðar. Fyrir því eru tvær meginástæður. Önnur er sú að breyting á ald- ursskiptingu, sem við sjáum fram á, er minni en í Evrópulöndum sem búa við svipaðan efnahag vegna þess að fæðingartíðni er ekki orðin jafnlág hér, og eftirlaunaaldur er hár. Hin er að eftirlaunakerfi okkar miðast að mestu við að hver starfandi maður spari hluta af launum sín- um og geymi í sjóði sem síðan er varið til að greiða eftirlaun hans. Það þarf því ekki að auka skattheimtu þó að hlutfall eftirlaunaþega hækki. Íslensku lífeyrissjóðirnir áttu tæplega 1000 ma.kr. við árslok 2004, en það ár var verg landsframleiðsla um 885 ma.kr. Iðgjaldatekjur lífeyr- is sjóða eru enn miklu hærri en lífeyrisgreiðslur. Eftirlaunaþegar eru fáir í hlutfalli við starfandi sjóðfélaga og fl estir þeirra hafa ekki greitt iðgjald af öllum tekjum sínum nema fyrir hluta starfsævinnar og eiga því lítil réttindi. Að auki hafa sjóðirnir fjármagnstekjur. Það er því fyrirsjáanlegt að eignir þeirra munu vaxa mikið næstu árin nema hrun verði á hluta- bréfaverði. Ellilífeyrisþegum á eftir að fjölga hlutfallslega miðað við fólk á starfs aldri og réttindi þeirra aukast. Samkvæmt skýrslu Fjármálaeftir- litsins4 duga eignir sjóðanna og væntanleg iðgjöld núverandi félaga ekki fyllilega fyrir skuldbindingum vegna þeirra. Mest vantar upp á hjá sjóðum með ábyrgð atvinnuveitenda sem eru ríki og sveitarfélög. Þeir eiga þó einnig drjúga sjóði. Í heild virðist vandi íslensku lífeyrissjóð- 1. Guðmundur er tölfræðingur og starfar við Hafrannsóknastofnun og hagfræðisvið Seðla- bank ans. 2. Kristíana er deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans. 3. Hagfræðistofnun Háskólans efndi til ráðstefnu um efnið sl. vor í samvinnu við Center for Capitalism við Columbiu-háskóla. Glærur frá ráðstefnunni eru á vef Hagfræðistofnunar, www.ioes.hi.is. 4. Fjármálaeftirlitið, Lífeyrissjóðir, Ársreikningar 2004 ásamt kennitölum og öðrum upp lýs- ingum. Reykjavík 2005.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.