Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 3

Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 3
GLOÐAFEYKIR Félagstíðindi Samvmnufélagamia í Skagafirði 1. árgangur 1. hefti Júní 1955 Ávarp frá framkvæiadastjónim félaganna. Kaupfélögin þrjú og Búnaðarsainbandið í Skagafirði hafa komið sér saman um að gefa út smárit sem verði félagstíðindi þeirra, en flytji auk þess smágreinar um samvinnumál, samgöngur, raforku, ræktun, byggingu og framleiðslu til lands og sjávar. — Við sem veitum þessum félögum forstöðu, höfum oft og glöggt fundið þörfina á því að geta látið félagana fylgjast betur með á sviði þeirra margháttuðu viðfangsefna er félögin vinna að. Við erum þess fullvissir að slíkt rit mundi auka skilning og vel- vilja á þeirri þjónustu, sem félögin vilja veita fólkinu, hvert á sínu sviði. Það hefur verið fremur lítið um fræðslustarfsemi meðal sam- vinnumanna hér í Skagafirði, en þess er full þörf, einkum nú, þar sem samvinnan er stöðugt að taka fleiri og fleiri mál mannlegra þarfa til úrlausnar. Vel gæti farið á því að stofna fræðslunefnd, sem skipuð væri ein- um fulltrúa frá hverju félagi, og hefðu þeir samstarf um útgáfu ritsins, ásamt annarri fræðslustarfsemi á félagssvæðunum. Hefir nú verið gengið frá þessari skipun málsins. Nafnið á ritinu er valið með þá ósk í huga, að það mætti slá neistum í hug og hjarta allra góðra Skagfirðinga, til samstilltra átaka á framfaramálum héraðsins, sem bæði eru mörg og stór. Salómon Einarsson, kaupfélagsstj., Haganesvík. Kristján Hallsson, kaupfélagsstj., Hofsós. Kristján Karlsson, skólastj., form. Búnaðarsamb. Skagf. Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstj., Sauðárkróki.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.