Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 4

Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 4
4 GLÓÐAFEYKIR Hin nýja vöruskemma K. S. Skýrsla framkvæmdastjóra K. S. fyrir árið 1953. „Ég hefi nú lokið lestri reikninganna sjálfra, en líklega hefir sá tölulestur farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum, eins og eðli- legt er, En við athugum reikningana og uppgjörsins er ekki hægt annað að segja en fjánhags- og rekstursafkoma félagsins á s. 1. ári sé góð heildarlega séð og nokkru betri en áður. Einstakir reikningar koma nokkuð misjafnlega út. Trésmiðaverkstœðið er með nokkrum halla, þótt það hafi ekki komið tölulega fram í rekstursreikningn- um, heldur er það jafnað út í bókhaldsuppgjöri. Fiskreikningar fyrir s. 1. 3 ár eru óuppgerðir, sem stafar af því að enn hafa ekki borizt endanlegir sölureikningar, enda ekki lokið sölu á fiskinum. Gera má ráð fyrir, eftir þeim áætlunum, sem næst er komizt, að þessir reikningar komi ekki rétt vel út, en um stórvægilegan halla verður samt ekki að ræða. Bifreiða- og vélaverkstæðið gekk fjár- hagslega vel og skilar verulegum arði. Vörusalan var mjög lík að krónutölu og árið áður — hefir aukizt um kr. 350.000 — en að

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.