Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 6

Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 6
6 GLÓÐAFEYKIR Innstœður viðskiptamanna í reikningum, innlánsdeild og stofn- sjóði nema kr. 7.240 þús., og hafa hækkað um liðlega :/2 milljón á árinu. Eins og félagsmönnum á að vera kunnugt, þá greiðir félagið langt um hærri vexti í innlánsdeild en fáanlegir eru í bönkum eða sparisjóðum. Útd við vár hagur félagsins góður, innstæður félagsins hjá ýmsum stofnunum var kr. 1.845 þús. — þar af hjá Sambandinu kr. 1.425 þús. Vörubirgðir verzlunar og iðnfyrirtækja námu eftir af skrift 1.8 millj. króna; voru þær ríflega afskrifaðar, eða samtals um kr. 890 þús. Allar fasteignir og lóðir félagsins, ásamt M. S. og frystihús- um, eru bókfærðar um áramót á kr. 6.111 þús. Eru fasteignir og aðrar eignir félagsins á efnahagsreikningi mjög forsvaranlega afskrif- aðar. Að meðtalinni afskrift á vörubirgðum er efnaliagsreikningur- inn í heild afskrifaður urn 1.4 millj. króna. Miðað tdð allar að- stæður verður fjárhagur félagsins að teljast traustur. Aðalframkvœmdir félagsins s. 1. ár voru áframhald byggingar frysti- og sláturhússins, og var þessu verki það langt komið, að hægt var að slátra þar og frysta s. 1. Iiaust. Þessi bygging var bók- færð um áramótin á 4.2 millj. króna, en hafði þá nokkuð verið afskrifuð. Unnið er nú að því að fullgera þetta hús, og verður það væntanlega á þessu ári. Samanlagðar vinnulaunagreiðslur félagsins s. 1. ár námu 2.7 millj. króna. Eins og ykkur er kunnugt, hefir félagið'orðið að leggja í stórkostlegar framkvæmdir undanfarin ái'; nemur fjárfestingin s. 1. 7 ár yfir 8 millj. króna. Tímarnir hafa verið erfiðir til framkvæmda — 2 stórfelldar gengisfellingar hafa orðið á þessu tímabili og geysilegar verðhækkanir erlendis vegna styrjaldar og kauphækkanir liérlendis. Samfara þessu hefir lánsfjár- kreppa innanlands stöðugt farið lrarnandi og lánsfjárvextir hækk- aðir. Það hefir því verið á ýmsan hátt erfitt um vik. En þessar framkvæmdir voru allar nauðsynlegar, og næstum útilokað fyrir félagið að starfa, hefði ekki verið í þær ráðist og þeim komið upp, enda einróma álit aðalfunda í þessum efnum. En þrátt fyrri þessar miklu fjárfestingar stendur félagið fjárhagslega föstum fótum, og ég veit að það kemur til með að gera það áfram, standi félagsmenn saman um sín félagsmál í samstarfi og samvinnu. Sé þess gætt, get- um við óhræddir mætt erfiðleikum komandi tíma. En þótt mikið sé búið að gera á skömmum tíma, og raunveru- lega of mikið — miðað við eðlilega þróun fjárfestingarmála —, er óþrjótandi og knýjandi verkefni framundan. Verzlunarhús féhigs- ins eru í því ástandi, og hafa verið það lengi, að óumflýjanlegt er

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.