Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 9
GLÓÐAFEYKIR
9
Sala sjávarafurða hefir minnkað þrátt fyrir hærra verðlag, og er
það eingöngu aflaleysi, sem er orsök þess. Fyrri hluta árs gekk
afskipun mjög seint, og hafði það í för með sér mikinn geymslu-
kostnað og annað óhagræði. En úr þessu rættist, þegar verzlunar-
samningurinn við Sovétríkin kom til framkvæmda, og má vænta
þess, að á þessu ári gangi afskipun mun greiðlegar en verið hefir.
.Yflabrestur undanfarandi ára hefir mjög háð þessari starfsgrein
félagsins. Arið 1949 tók það á móti um 690 smál. af fiski, en árið
1953 reyndist fiskmagnið aðeins 184 smál. Nú má ætla, að til-
kostnaðurinn lækki ekki í réttu hlutfalli við framleiðslumagnið,
því í sumum atriðum er kostnaðurinn nálega hinn sami, hvort
sem lítið eða mikið er unnið, og má því hiklaust fullyrða, að hinn
mikli samdráttur framleiðslunnar hafi orsakað mikið óhagræði
og erfiðleika í þessum rekstri, auk þess sem það hefir haft í för
með sér kyrrstöðu og deyfð á ýmsum öðrum sviðum viðskiptanna.
Þó er sú hlið þessa máls, sem að íbúum kauptúnsins snýr, öllu
alvarlegri. Afkoma fólksins byggist að langmestu leyti á útgerðinni,
og aflinn, sem á land er færður, er sá burðarás, sem allir aðrir
máttarviðir hvíla á. Bregðist það krosstré, er hætt við, að byggingin
öll — það litla samfélag, sem við erum að reyna að byggja hér
upp — riði til falls. Og vissulega eru ýmsar blikur á lofti, sem
hægt er að taka sem augljós hættumerki í þessu efni. A ég þar
við það, að menn leita sér atvinnu í stórum stíl til annarra byggðar-
laga meginhluta ársins. Eigi þróun sú, sem hér hefir átt sér stað
hin síðari ár, ekki algjörlega að staðna, og allt að taka á sig svip
hnignunarinnar og baslbúskapar, er áreiðanlega bráðra aðgjörða
þörf. Virðist mér eðlilegt, að þær fiskvinnslustöðvar, sem hér eru
staðsettar — frystihúsið og fiskimjölsverksmiðjan — sæu sér hag í
að eiga þar einhvern hlut að máli.
Fiskurinn, sem félagið tók á móti síðasta ár var frystur, saltaður
og hertur, og er það í fyrsta skipti, sem skreið er framleidd hér,
og verkaðist hún vel. Félagið greiddi um 300 þús. kr. í vinnulaun,
og er það að mestu leyti við fiskframleiðsluna.
Um rekstur félagsins má í stuttu máli segja, að hann hafi gengið
allvel á árinu. Nettóhagnaður er nokkur, afskriftir allverulegar og
sjóðatillög rífleg. Félagsmenn fengu 7% arð af viðskiptum sínum
við félagið, 4% í reikninga og 3% í stofnsjóð. Ég held, að flestir
líti dálítið öðrum augum á þessa arðsúthlutun kaupfélaganna, en
mér finnst réttmætt vera. Flestum þykir, sem lítið muni um arð-
inn, og hann skipti litlu máli fyrir afkomu þeirra. Það er að vísu