Glóðafeykir - 01.06.1955, Qupperneq 10

Glóðafeykir - 01.06.1955, Qupperneq 10
10 GLÓÐAFEYKIR satt, að hin litla uppliæð, sem arðurinn nemur, segir lítið gágnvart hinum stóru upphæðum nútímans. En þó er það svo, að flestum þykir nokkurs virði að £á afslátt á úttekt sinni, þó afslátturinn sé ekki hár. Og arðurinn er ekkert annað en raunveruleg lækkun á vöruverðinu, sem nemur þessum hundraðshluta. I annan stað er það, að ekki er nógu mikill gaumur g.efinn þeim hluta arðsins, sem rennur í stofnsjóðinn. Þar er um raunverulegán sparnað að ræða. Stofnsjóðurinn er séreign sérhvers félagsmanns, og verður þarna með tímanum um verulega innieign að ræða, sem áreiðan- lega kemur að góðu gagni, þegar fyrir hendi er réttur til að fá hann greiddan út. Það virðist vera metnaðarmál kaupfélaganna, að minnsta kosti margra þeirra, að geta látið segja frá í fréttum af fundum sínurn, að þau hafi getað greitt svo og svo mikinn arð í reikninga félagsmanna sinna. En í raun og veru ætti viðleitni þeirra að beinast að því að geta úthlutað sem mestum arði í stofnsjóð, ekki síst nú á tímum, þegar þjóðfélaginu er hin mesta nauðsyn á auknum sparnaði. Meðal merkari rnála,- sem afgreidd voru á aðalfundi kaupfélags- ins, var ályktun um að hafist skyldi lranda um byggingu verzlunar- og skrifstofuhúss fyrir starfsemi félagsins svo fljótt sem unnt væri, og verkið helzt hafið á þessu ári. Er þetta liið mesta nauðsynjamál fyi'ir félagið, því húsnæði þess er með þeim hætti, að ill nauðsyn ein hefir gert kleift að búa þar við, og svarar það á engan hátt þeim kröfum, sem nútxminn gerir til slíkra hluta. Læt ég svo þessum fréttapistli um starfsemi Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á síðasta ári lokið. Fréttapistill átti þetta að vera, þó að með hafi slæðst ýmsir þankar, sem mér hafa flogið í hug, v ið að grúska í reikningum félagsins. Væri þá ekki nema vel, ef þeir gætu orðið einhverjum til umhugsunar eðá gefið ástæðu til ýtarlegri umræðna, og ætti rit þetta að vera réttur vettvangur fyrir slíkt. Þ. H.

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.