Glóðafeykir - 01.06.1955, Qupperneq 15

Glóðafeykir - 01.06.1955, Qupperneq 15
GLÓÐAFEYKIR 15 \'orubyrgðir mega heita litlar, þegaj,- tekið er tillit til þess langa geymslntíma, sem osturinn þarf til að verða markaðshæfur, og mega það góð tíðindi héita. Nokkuð hafa bændur keypt af undanrennu til fóðurs, en mætti vera margfalt meira. Betri og ódýrari fóðurbætir er ekki fáanlegur. Þyrfti að gera ráðstafanir til að koma meira skriði á þá notkun undanrennunnar. Útborgað meðalverð til framleiðenda er kr. 1.42 á lítra. Fulln- aðarverð varð kr. 2.17 á lítra. Tvennt hefir skeð á árinu til óþurft- ar: Meðalfitan hefur lækkað um 0.018, úr 3.544 niður í 3.526, og verðfelling hefir hækkað úr kr. 0.42 á innvegið kg. að meðaltali í 0.79. Verður að vinna markvisst að því að koma slíkum skatti fyrir kattarnef. Hér korna enn nokkrar tölur til skemmtunar og fróðleiks: Neyslumjólk \ar seld: A Siglufirði 282.550 lítrar A Sauðárkróki 144.250 lítrar Samtals: 426.800 lítrar Hefir mjólkursala aukizt á Sauðárkróki um 22 þús. 1. en lækkað á Siglufirði um 9 þús. I. Rjómasala varð 17.422 lítrar; er það um 6 þús. 1. rneira en árið áður Af skyri var framleitt 71 tonn, en 51 tonn 1952. Framleitt var af mjólkurosti 45 tonn á móti 47.5 ’52. Smjörframleiðla varð 45 tonn en 47.5 árið undan. Mysuostur varð 0.3 tonn. Káseinframleiðslan var 13 tonn, og gengur vel með sölu, þó \ erðið sé ekki hátt. Meðal flutningskostnaður á samlagssvæðinu árið 1952 varð 10.73 aur. á kg. mjólkur, en 1953 11.13 aur. Niðurgreiðsla ríkissjóðs á mjólk og smjör nam 631.322 kr. Styrkur veittur B. S. S. var kr. 14.482. Framundan er nú verðfall á landbúnaðarvörum yfirleitt. Er þess þegar farið að gæta í öllurn landbúnaðarlöndum heims. Hvernig eigum við, íslenzkir bændur, að bregðast við því verðfalli? Aíeð meiri framleiðslu og ódýrari framleiðslu?

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.