Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 16
16
GLÓÐAFEYKIR
Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga.
Búnaðarsamband Skag'firðinga var stofnað Arið 1931. Það réði sér
jarðræktan'áðunaut árið 1938, og búfjárræktarráðunaut 1949.
Jarðræktarsamþykkt setti sambandið árið 1945 og kom hún strax
til framkvæmda. Það hafa verið keyptar 5 beltadráttarvélar, 2 hjóla-
dráttarvélar og' ein skurðgrafa á árunum 1945-1950. Kaup þessara
véla \Tar 606.489.23 kr.
Beltadráttarvélarnar hafa aðallega verið notaðar til jarðð innslu.
en þó dálítið til vegagerðar og annarra framkvæmda. á'inna þessara
véla hefur skapað alger tímamót i ræktunarframkvæmdum í hérað-
inu eins og eftirfara-ndi tölur sanna:
o
Ár Nýrcekt ha. Túnsléttur ha.
1940-1945 ............ .... 81,4180 50,8149
1945-1950 ................. 319,2798 343,4639
1950-1954 ................. 678,4820 377,5280
Auk þess, sem jarðræktarframkvæmdirnar hafa farið vaxandi, hef-
ur jarðvinnslan orðið fullkomnari og betri en áður voru tök á.
Framræsluframkvæmdir liafa verið nriklar í héraðinu á þessu
tímabili. Fyrsta beltaskurðgrafan, sem kom til Skagafjarðar, lióf
vinnu í Lýtingsstaðahreppi árið 1945. Vélin kom á vegum Land-
þurrkunarfélags Lýtinga. Ræktunarsambandið tók við rekstri henn-
ar 1950, en hafði áður tvær gröfur, aðra ,sem það hafði keypt 1949,
en fengið hina leigða 1947. Ennfremur lrefir skurðgrafa L.andnáms-
sjóðs unnið nokkur fyrir bændur síðan 1950, og 1953 bætist þriðja
leigugrafan við. Eftirtaldar skurðlengdir hafa \-erið grafnar í hrepp-
um héraðsins:
Skefilsstaðahreppi 4.4 km. Staðarhreppi . 38.4
Skarðshreppi . 28.1 - Seyluhreppi . 30.4
Sauðárkróki . 2.2 - Lýtingsstaðahreppi . . 50.3
Akrahreppi . 36.9 - Fellshreppi . 9.0
Víðivíkurhreppi . . . . 27.6 - Haganeshreppi . . . . 12.4
Rípurhreppi . 6.6 - Holtshreppi . 12.5
Hólahreppi .14.9 - Hofshreppi . 30.4