Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 30

Glóðafeykir - 01.06.1955, Page 30
30 GLÓÐAFEYKIR sér vel, til greiðslu tilbúna áburðarins, sem er orðinn stærsti og þýðingarmesti útgjaldaliður á búi bóndans. Þótt segja megi, að vöxtur samlagsins hafi verið fremur hægur, hefir þó verið um jafna þróun að ræða, og við lok þessa tímabils, árið 1954, nam innl. mjólk 2.193.733 kg\, og er tæplega hægt að búast við að það sé rnikið meira, þegar sauðfé er orðið fleira en fyrir niðurskurðinn, og hjarðir af hrossum nálega á hverju heimili. Fátt mun betur hafa ýtt á vegalagningu innanhéraðs, en mjólkur- innleggið, enda dylst nú engum, að auknar vegagerðir og sam- göngur er undirstaða alls félags- og framkvæmdalífs í sveitum. Þó er enn ótalið það mikla lán okkar Skagfirðinga, að vera búnir að koma mjólkuriðnaðinum á góðan rekspöl, er hinar illvígu sauð- rjárestir dundu yfir og lauk nreð niðurskurði alls sauðfjáx. Störf mín á skrifstofu samlagsins, undanfarin átta ár, hafa verið hin ánægjulegnstu. Eg hef séð þetta fyrirtæki vaxa með hverju ári, bæði hvað snertir skilning félagsmanna sjálfia og að aukningu tekna í búi bóndans. Þær vonir, sem áhugamennirnir fyrir 20 árum höfðu á þessu fyrirtæki, hafa fyllilega r'ætzt, og það er máski mesta ánægja okkar á þessum tímamótum. „Reistu í verki viljans rnerki, vilji, er allt sem þarf.“ (E. B.) St. V. Innvegið var úr héraðinu 138.534 kg. meir en árið 1953 og nemnr sú aukning um 6,74%. Meðalfeiti innveginnar mjólkur reyndist vera 3,545% á s.l. ári en 3,526% 1953. Seld mjólk var 31.178 ltr. meiri en 1953 og nam salan urn 20.87%. Útborgað meðalverð var 40 aurar á f. e. eða um kr. 1, 48 aurar á ltr. af meðalfeitri mjólk. Flutningsgjöld til samlagsins námu að meðaltali urn 11,21 eyri á kg. og verðfellnig 0,66 aurum á innv. kg. árnóti 0,79 aurum 1953. Reksturskostnaður, afskriftir og sjóðstillög meðtalin um 58,4 aurar á kg. Til ráðstöfunar tekjuafgangur sem nemur um 0, 76 aurum á Itr.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.