Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 33

Glóðafeykir - 01.06.1955, Síða 33
GLÓÐAFEYKIR 33 Útibú K. S. í Varmahlíð. Á undanförnum árum hefir Kaupfélag Skagfirðinga staðið í stór- ræðum. Byggt hefir verið nýtt mjólkursamlag, og nýlega er lokið við hið mikla slátur- og frystihús félagsins sem mun vera ein full- komnasta bygging sinnar tegundar á landinu. Milljónir króna hafa þessar framkvæmdir kostað, og vel er nú fyrir séð um móttöku á framleiðslu félagsmanna og geymslu á henni meðan hún ekki selst. Enginn mun eftir því sjá, að í þessar framkvæmdir var ráðist, enda var ekki hjá því komizt að reisa þessar byggingar. En þó þessum byggingum sé lokið og þar með mikið verk af hendi leyst, er þó engan veginn lokið því, sem gera þarf í byggingaframkvæmdum félagsins. í þiem efnum sem öðrum blasa verkefnin við, óþrjótandi, og ég vil segja, sem betur fer. Svo er um félagsheild sem einstakling, að svo bezt vex hún og þroskast, að nógu sé að sinna, nóg verkefni til starffúsum kröftum til að glíma við og hrinda í framkvæmd. Verzlunar- og skrifstofuhús félagsins eru gömul og af sér gengin og fullnægja nú enganveginn þeim kröfum, sem tímar tækni og skipulags krefgjast. Þau þarf að byggja. Verður það mikið verk og kostar áreiðanlega mikið fé. En einmitt í sambandi við byggingar verzlunarhúsa félagsins þarf þess að min-nast, að K. S. á að koma upp útibúi í Varmahlíð, og ætti sú framkvæmd ekki að þurfa að bíða mikið lengur. Nokkur ár eru liðin síðan K. S. tryggði sér lóð í Varmahlíð undir verzlunarbyggingu, en þar við hefir setið, og er það ekki ásökunarvert, meðan öðrum naðsynlegri og. brýnni verk- um var að sinna. Útibú í Varmahlíð myndi verða fólki því, sem byggir fremstu sveitir Skaagfjarðar, til mikils hagræðis. Hér er um að ræða 3 hrepps- félög, og tvö þeirra þau stærstu í sýslunni, Akrahrepp, Lýtings- staðahrép og Sevluhrepp. í þessum þrem hreppum munu búa hátt í 1000 manns. Nær öll heimilin munu eiga megin-viðskipti sín við K. S., og má þar af sjá að mikið mun verða verzlað við útibú í Varmahlíð. Með útibúi í Varmahlíð myndi leiðin í ,,kaupstaðinn“ styttast um nær helming og þaðan af meira. Hvað slíkt sparaði í ferða- og flutningskostnaði get ég ekki sagt en áreiðanlega mun það verða stórmikið fé, auk þess sem ynnist dýrmætur tími til vinnu

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.