Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 14

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 14
14 GLÓÐAFEYKIR á mjólkurframleiðslu á öllu landinu á árinu 1975 var 3,8%. Meðal- feiti mjólkurinnar var 3.873% og hafði hækkað um 0,067%. Neyzlumjólkursala var um 11,1% en 9,36% árið áður. . . Rjóma- sala heima var 17.882 ltr., en til Reykjavíkur 90.594 ltr., eða sam- tals 108.476 ltr., og jókst um 53.912 ltr. frá f. á. Skyrsala varð 41,4 tonn, undanrennusala svipuð og árið áður, eða 226 þús. ltr. Sam- lagið framleiddi 137 tonn af smjöri (minnkun 7,3 tn.), 318,2 tn. af 45% osti og 275,3 tn. af 30% osti svo og rúml. 9 tn. af kaseini. Um áramót voru mjólkurvörubirgðir þessar: Smjör 32,5 tn., 45% ostur 84,4 tn., 30% ostur 168,5 tn. og kasein 9,4 tn. Lægsti innvigt- unarmánuður ársins var nóvember með aðeins 409 þús. kg., en sá hæsti, júlímán., með 1.125 þús. kg. Á síðasta ári flutti Samlagið út 287,6 tn. af ostum til Bandaríkj- anna og Svíþjóðar, og var þetta um 4S,9% af öllum ostaútflutningi landsins á því ári. Á sl. ári greiddi kaupfélagið bændum 831,8 millj. kr. fyrir bú- vöru, sem er um 255,8 millj. kr. hækkun frá árinu áður, eða 44,4%. Sú stefnubreyting varð í sexmannanefnd haustið 1974, að vinnslu- og dreifingarkostnaður í verðlagsgrundvellinum var stórlega van- reiknaður, og var talið að a. m. k. 8—10 kr. vantaði á, að grundvall- arverð næðist. Sú varð og raunin á, þegar félögin fóru að gera upp afurðareikningana. Meir að segja félög, sem ekki hafa lagt í neinn teljandi fjárfestingarkostnað vinnslustöðva landbúnaðarins, náðu alls ekki grundvallarverði, og var því vissulega vandi okkar og ann- arra þeirra, er nýlega hafa endurbyggt sláturhúsin, miklum mun stærri og alvarlegri. Á sl. hausti var talið að verð á gærum í verðlagsgrundvellinum væri ofreiknað er næmi a. m. k. 50 kr. á hvert gærukíló, en eins og kunnugt er, hefur gildandi heimsmarkaðsverð á gærum ráðið verð- inu, þar sem engar útflutningsbætur eru greiddar á þessa vöru. Ekki er enn vitað, hversu með þetta mál verður farið. Þegar endanlegt verð var ákveðið á haustinnleggi 1974, var látið vanta upp á fullt grundvallarverð, eins og það var eftir framreikn- ing, 9 kr. á hvert kg. kjöts. Þá var og jafnframt vitað, að slátur- og frystihúsið var gert upp með 17,7 millj. kr. rekstrarhalla, en vissu- lega hefðu afurðirnar átt að standa nndir rekstri hússins að fullu. Ákveðið var að taka afurðaverðið allt til frekari athugunar þegar séð væri, hvernig útkoma kaupfélagsins yrði á árinu 1975. Þegar svo í ljós kom, að afkoma félagsins var hagstæð, ákvað stjórnin að greiða

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.