Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 41

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 41
GLOÐAFEYKIR 41 Björg sá að eg var tannlaus. Hún bauðst til þess að smíða í mig tennur, það skyldi ekki verða dýrt. En það hefur nú farist fyrir til þessa og er áreiðanlega min sök. Björg reyndist vera systurdóttir Oddnýjar frá Bakkakoti, sem þá var á Mælifelli. Varð því úr, að þeim stöllum var fylgt frá Fossum í Mælifell og þaðan komust þær suður. Mun þeim, þegar allt kom til alls, ekki hafa þótt neitt lakara að aldrei kom bíllinn að sunnan. Nokkru seinna kom svo á Hveravelli kassi með allskonar dóti og stóð á honum: Til útilegumannanna á Kili. Og svo sendi Björg mér kvæðabók Arnar Arnarsonar, Illgresi, rétt fyrir jólin, en þá var bók- in uppseld. Það þótti mér góð sending. Ólafi mínum í Alftagerði brást aldrei höfðingsskapurinn. Hann heimtaði að við launuðum gjafirnar með vísu frá okkur Heiðarbú- um. Mig minnir að hún hljóði þannig: Eru á heiðum enn, útilegumenn, ennþá einstök fljóð, útlösn.mum 2;óð. Fljúgi yfir fjöll, fyrir gæðin öll, þökk frá öllum oss, einum jafnvel koss. Já, það kom margt skemmtilegt fyæir í verðinum á þessum árum. Þau gleymast ekki svo auðveldlega. — Og svo kom að því að þú hvarfst til Keflavíkur og fórst að vinna þar á ,,Vellinum“. Hvað bar til þess? — Ja, eg var nú hættur að búa en hinsvegar það hress að mér fannst eg geta unnið enn um sinn og kunni því illa, að hafa ekkert fyrir stafni. í Keflavík var nóg vinna og sum að minnsta kosti eng- in sérstök erfiðisvinna, svo að eg ákvað að prófa þetta. — Hvernig féll þér það? — Mér líkaði vistin þar vel. Féll ágætlega við þá ameríkana, sem eg vann þar með. Mér virtist þeir, í sumu, taka islendingum fram. Ef íslendingur ók fram á mann á leiðinni af Vellinum og niður í Keflavík, var það hreinn viðburður ef þeir stönsuðu og buðu manni far, en kanamir stoppuðu alltaf, buðu manni í bílinn og óku á leið- arenda. Þarna á Vellinum rakst eg á einn vestur-íslending. Kynntist

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.