Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 41

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 41
GLOÐAFEYKIR 41 Björg sá að eg var tannlaus. Hún bauðst til þess að smíða í mig tennur, það skyldi ekki verða dýrt. En það hefur nú farist fyrir til þessa og er áreiðanlega min sök. Björg reyndist vera systurdóttir Oddnýjar frá Bakkakoti, sem þá var á Mælifelli. Varð því úr, að þeim stöllum var fylgt frá Fossum í Mælifell og þaðan komust þær suður. Mun þeim, þegar allt kom til alls, ekki hafa þótt neitt lakara að aldrei kom bíllinn að sunnan. Nokkru seinna kom svo á Hveravelli kassi með allskonar dóti og stóð á honum: Til útilegumannanna á Kili. Og svo sendi Björg mér kvæðabók Arnar Arnarsonar, Illgresi, rétt fyrir jólin, en þá var bók- in uppseld. Það þótti mér góð sending. Ólafi mínum í Alftagerði brást aldrei höfðingsskapurinn. Hann heimtaði að við launuðum gjafirnar með vísu frá okkur Heiðarbú- um. Mig minnir að hún hljóði þannig: Eru á heiðum enn, útilegumenn, ennþá einstök fljóð, útlösn.mum 2;óð. Fljúgi yfir fjöll, fyrir gæðin öll, þökk frá öllum oss, einum jafnvel koss. Já, það kom margt skemmtilegt fyæir í verðinum á þessum árum. Þau gleymast ekki svo auðveldlega. — Og svo kom að því að þú hvarfst til Keflavíkur og fórst að vinna þar á ,,Vellinum“. Hvað bar til þess? — Ja, eg var nú hættur að búa en hinsvegar það hress að mér fannst eg geta unnið enn um sinn og kunni því illa, að hafa ekkert fyrir stafni. í Keflavík var nóg vinna og sum að minnsta kosti eng- in sérstök erfiðisvinna, svo að eg ákvað að prófa þetta. — Hvernig féll þér það? — Mér líkaði vistin þar vel. Féll ágætlega við þá ameríkana, sem eg vann þar með. Mér virtist þeir, í sumu, taka islendingum fram. Ef íslendingur ók fram á mann á leiðinni af Vellinum og niður í Keflavík, var það hreinn viðburður ef þeir stönsuðu og buðu manni far, en kanamir stoppuðu alltaf, buðu manni í bílinn og óku á leið- arenda. Þarna á Vellinum rakst eg á einn vestur-íslending. Kynntist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.