Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 37

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 37
GLOÐAFEYKIR 35 mig. En margir undrast hvað ég fékk þó góðan bata og það á ég Magnúsi heitnum að þakka. Hann var ágætis læknir og afbragðs maður. Eg lá alltaf heima í Kolkuósi og naut þar frábærrar umönnunar. Ingi- björg Jósefsdóttir, kona Halldórs bróður míns, hafði lært eitthvað í hjúkrun í Kaupmannahöfn. Hún annaðist mig meðan ég lá og á ég henni mikla skuld að gjalda fyrir alla þá nærgætni, sem hún sýndi mér í legunni. Ingibjörg var fósmrdóttir þeirra Hartmanns og Kristínar í KolkuósL Halldór bróðir var vetrarmaður hjá Hartmanni og það var nú einkum ástæðan til þess að ég fór í Kolkuós. Nú, eftir þessa ársdvöl í Saurbæ lagði ég land undir fót og fór að Ysta-Mói í Fljótum, þar sem ég var í eitt ár hjá Páli Arnasyni og Ragn- heiði Tómasdóttur, konu hans. Ysti-Mór var mikið merkisheimili í höndum þeirra hjóna. Frá Ysta-Mói lá leiðin að Hraunum í Fljótum. Var ég þar fyrst vetrarmaður hjá Guðmundi Davíðssyni og Olöfu Einarsdótttur og síðan tvö ár ráðsmaður hjá Einari Guðmundssyni. Hann var þá nýkominn úr skóla og frænka mín, Olöf, lagði hart að mér að vera hjá honum meðan hann væri að byrja búskap. — Hvenær byrjaðir þú svo trésmíðanámið? — Eg var nú búinn að þvælast þetta í vinnumennsku og ráðsmennsku í nokkur ár og fannst það ekki nógu gott, í því var ekki sú framtíð, sem ég ætlaði mér. Svo ég venti mínu kvæði í kross og fór nú til Siglu- fjarðar. Eg hafði alltaf verið hneigður fyrir smíðar og þegar ég átti þess kost að hefja trésmíðanám hjá Þórði Jóhannessyni, sem nú hefur lengi verið búsettur á Sauðárkróki, tók ég því fegins hendi. Eg lærði hjá Þórði í tvö og hálft ár, en af vissum ástæðum gat ég ekki komið því við að ljúka náminu. Fékk ég því ekki full réttindi, til að byrja með. Samt hóf ég að smnda smíðar í nokkur ár en sótti svo um réttindi og fékk þau með bréfi dags. 2. júní 1937, með því skilyrði þó, að ég lærði teikningu. Hana lærði ég svo hjá Ingólfi Nikódemussyni á Sauðárkróki. Þótt ég væri þannig orðinn hálfgildings trésmiður eftir vemna hjá Þórði, þá lagði ég þau störf ekki einvörðungu fyrir mig fyrsta sprettinn. Er ég yfirgaf Siglufjörð fór ég upp í Hjaltadal og hóf búskap í Garða- koti á móti Halldóri bróður mínum. Bjó þar eitt ár, þótt elcki sé þess getið í ábúendatali. Og í Saurbæ í Kolbeinsdal bjó ég næsm tvö ár á móti Birni og hjá honum lærði ég rennismíði, en hann var góður rennismiður og raunar óvenjulegur maður um margt. Þótt ég væri nú að hokra þetta sá ég mér ekki fært að fara út í búskap til frambúðar, því gott jarðnæði lá ekki á lausu á þessum árum. Frá Saurbæ fór ég að Skúfsstöðum í Hjaltadal og var þar í húsmennsku eitt ár. Þaðan í Hóla í Hjaltadal og vann þar við byggingar 1927—1928,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.