Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 63

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 63
GLOÐAFEYKIR 61 sig kominn, bjartur á yfirlit, fölleitur og fríður í andliti, festulegur svipur- inn. Hann var ágætlega greindur, hófsamur og prúður í háttum, snyrti- maður í hvívetna, mikill verklundarmaður, skilgóður og skrumlaus. Hann var alvörumaður og eigi margmæltur við fyrstu kynni, skapmaður og kappdrægur, en stilltur vel og eigi uppnæmur. Hann var sérhyggju- maður að eðli og ef til vill eigi allra leika, en raungóður og hjálpfús þar sem óvænta erfiðeika bar að höndum. Talið var gott með honum að vinna, enda naut hann virðingar og trausts samverkamanna fyrir vits- munasakir og reglusemi samfara nákvæmni í öllu starfi. JÓN SIGURÐSSON, bóndi á Reynistað og fyrrum alþm., lézt þ. 5. ágúst 1972. Fæddur á Reynistað 13. marz 1888 og átti þar heima alla ævi. For- eldrar: Sigurður bóndi á Reynistað Jónsson, síðast prófasts í Glaumbæ, Hallssonar bónda í Geldingarholti, Asgrímssonar Hólaráðsmanns, Sveinbjörnssonar, og kona hans Sigríður Jóns- dóttir bónda í Djúpadal í Blönduhlíð, Jóns- sonar bónda á Tréstöðum í Glæsibæjarhr. í Eyjafjarðars., Jóhannssonar, en kona Jóns í Djúpadal og móðir Sigríðar var Valgerður Eiriksdóttir bónda og hreppstj. í Djúpadal, Ei- ríkssonar prests á Staðarbakka, Bjarnasonar bónda í Djúpadal, Eiríkssonar. Jón óx upp í foreldragarði. Lauk gagn- fræðanámi á Akureyri 1904, búfræðinámi á Hólum 1905, stundaði nám við lýðháskólann í Askov á Jótlandi veturinn 1906—1907, kynnti sér landbúnað í Danmörku og Noregi um sumarið eftir og hvarf síðan heim í árslok 1907. Kenndi við unglingaskóla Arna 1 Vík frá ársbyrjun 1909 svo og næsta vemr. Tók við búi á Reynistað af foreldrum sínum 1919 og bjó þar allt til lokadags í félagi við son þeirra hjóna frá 1947. Jón settist í stórbú á vildisjörð og bjó sjálfur stórbúi lengstum. Hann var féhyggjumaður, traustur bóndi og gætinn og telfdi ekki í tvísýnu; mikill atorkumaður, hirðusamur og nýtinn, vinnusamur og harðduglegur og kunni því illa, að hangsað væri við verk. Eigi var hann sérstakur fram- kvæmdamaður í búnaði, en hélt öllu í horfi; var fastheldinn á fornar venjur, góðar og gildar, mikið í mun, að eigi glötuðust menningarerfðir islenzkrar bændastéttar, hafði bjargfasta trú á framtíð og gildi landbúnaðar og lífs í sveitum. Honum var það mikið áhugamál að ábýlisjarðir héldust Jón Sigurðsson

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.