Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 36
34
GLOÐAFEYKIR
blaðaviðtöl eru misjöfn og geta jafnvel verið varasöm. En úr því að
þetta er nú fyrir Glóðafeyki er annað mál og við getum svo sem reynt
þetta. Og við reyndum.
Eg spyr Kristin fyrst að því hvar og hvenær hann sé fæddur
— Eg er fæddur í Gröf á Höfðarströnd 27. maí 1897, og voru
foreldrar mínir Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir frá Hrepps-
endaá í Ólafsfirði og Gunnlaugur Guðmundur Einarsson, bónda á Nauta-
búi í Hjaltadal. Kona hans var Kristín dónir Gísla konrektors á Hólum,
Jónssonar, Teitssonar biskups og Margrétar Einarsdótmr biskups í Skál-
holti. Afi móður minnar hét Þorkell og bjó á Hreppsendaá en móðurfaðir
minn var Jón Skarðdal í Siglufirði.
Faðir minn var 9 ára þegar hann missti föður sinn. Eftir það ólst
hann upp í Haganesvík og var þar til 24 ára aldurs. Þá hóf hann búskap,
fyrst 2 ár á Stóra-Grindli,, síðan 13 ár í Minna-Holti. Ur Fljótunum
fluttist hann að Gröf, þar sem hann bjó í 5 ár. Loks bjó hann að Stafns-
hóli í Deildardal í 10 ár. Hann var þannig við búskap í 30 ár og bjó á
4 jörðum.
— Nám í barnaskóla?
— Eg naut ekki annarar kennslu í bernsku en þá var títt. Pabbi tók
raunar alltaf heimiliskennara hluta úr vetri .m.k. Sá, sem kenndi mér, hét
Sæmundur Jóhannsson. Fermingarvemrinn minn var ég svo í barnaskóla
Óslandshlíðar og var Rannveig Líndal kennari. Og eina fermingarkortið
mitt fékk ég frá henni og á það enn, ásamt mynd af gefandanum. Svo
tók ég mig til einn vemr frá áramótum til vors og las íslenzka málfræði
og reikningsbók og hafði af því mikið gagn þótt sjálfsnám væri. Það
brann alltaf í mér löngun til að læra.
— Olstu upp hjá foreldmm þínum?
— Já, ég ólst upp hjá þeim til 14 ára aldurs, lengur var það nú ekki.
Þá fór ég í Kolkuós til Hartmanns og var hjá þeim hjónum í tvö ár.
Að þeim enduðum lá leiðin að Saurbæ í Kolbeinsdal, þar sem ég var
árlangt hjá Birni Hafliðasyni og Ragnheiði Þorleifsdótmr, frænku minni.
Foreldrar mínir voru þá einnig í Saurbæ í húsmennsku. Eg taldi þessi
vistaskipti heppilegri vegna slæms fótbrots, sem ég varð fyrir er ég var 14
ára og átti því erfitt um gang. Bar fótbrotið þannig að, að við vorum að
rífa fjárhústóft, en veggurinn hmndi ofan á mig og var ég víst heppinn
að ekki hlaust verra af. En þetta var slæmt brot og opið á öðrum fætinum.
Magnús heitinn Jóhannsson, sem þá var læknir í Hofsósi, var sótmr til
mín og tókst honum af mikilli snilld að gera við brotin. Aldrei hef ég
samt náð mér til fulls eftir þetta slys. Fann lengi til máttleysis er ég
var á gangi og sinardráttur sótti á fæmrna og fór ákaflega illa með