Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 59
GLOÐAFEYKIR
57
Kálfsstöðum í Hjaltadal og konu hans Margrétar Þorfinnsdóttur, og hjá
þeim hjónum ólst hún upp. Er Björn bróðir hennar hóf búskap á Fram-
nesi í Blönduhlíð árið 1909 gerðist hún bústýra hans ásamt með Hólm-
fríði systur sinni. Arið 1915 fluttust þau syst-
kynin yfir að Vík í Staðarhreppi og voru þar
næstu 4. árin.
Arið 1919 gekk Margrét að eiga Arna Rögn-
valdsson og Sigurlaugar Þorláksdótmr, sjá þátt
um Árna í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 75. Bjuggu
þau í Hólkoti (nú Birkihlíð) í Staðarhreppi, á
Hafragiii og Selnesi í Skefilsstaðahreppi til
1923, svo sem greinir í Árnaþætti, er þau fóru
byggðum til Sauðárkróks og átm þar heima æ
síðan. Margrét missti mann sinn þ. 5. apríl
1968. Þau eignuðust eina dótmr barna, Aðal-
beiði, húsfr. á Sauðárkr.
Margrét Jónasdóttir var í minna lagi á vöxt, hvik í hreyfingum, bráð-
skörp til allrar vinnu. Hún var sviphrein, glaðleg ávallt og hress í máli,
ágætlega greind sem þau systkini öll og kunni á mörgu skil. Hún var
mæt kona, auðug af reynslu langrar ævi, þótt eigi væri umbrotasöm hið
ytra. (Heimildir frá St. Magn.).
Margrét Jónasdóttir
GUNNHILDUR ANDRÉSDÓTTIR, f. húsfr. á Sauðárkr., lézt 11. júlí
1972. Hún var fædd að Tyrfingsstöðum á Kjálka 22. ágúst 1887, dóttir
Andrésar Péturssonar bónda þar o. v. og konu hans Kristjönu Jónsdótmr.
Var hún alsystir Hjörleifs, sjá Glóðaf. 1973, 14.
h. bls. 73.
Gunnhildur var næstelzt átta systkina. Á
fyrsta ári fluttist hún með foreldrum sínum út
á Skaga og ólst þar upp með þeim við mikla
fátækt og sífellda flutninga milli býla, m.a.
á Oldubakka, nýbýli, er þau komu upp í landi
Borgarlækjar; á smndum voru þau og í hús-
mennsku. Gunnhildur reyndist snemma dug-
mikil og foreldrum sínum mikil hjálparhella.
Hún var talin búandi á Þorbjargarstöðum á
Laxárdal ytra 1916—1919, en hvarf þá til
Sauðárkr. og átti þar heima lengsmm eftir það.
Árið 1923 gekk Gunnhildur að eiga Abel Jónsson, verkam. á Sauðár-
króki, sjá Glóðaf. 1967, 7. h. bls. 35. Þeim varð ekki barna auðið, „en
Gunnhildur Andrésd.