Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 24

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 24
22 GLÓÐAFEYKIR Þegar líða tók á sjöunda áratuginn háði húsnæðisskortur báðum söfn- unum, svo að ekki var hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi. Þá var ráðizt í það stórvirki af sýslufélaginu og Sauðárkróksbæ að reisa veglegt safnahús. Að þeim málum var staðið svo stórmannlega, að fá munu slíks dæmi úti á landsbyggðinni. Héraðsskjalasafnið flutti í hin veglegu húsakynni árið 1971 og það opnað til almennings nota í febrúarmánuði 1972. Afgreiðslutíminn var 6 klukkustundir í viku, í lágmarki þess, sem tilskilið er í reglugerð. Ekki var þá gert ráð fyrir vinnu við safnið utan afgreiðslutíma. Nú var gerð gangskör að innheimtu opinberra skjalagagna í héraðinu og sýslunarmönnum enn skrifað. Ekki reyndist sú innheimtuaðferð einhlít til sigurs fremur en fyrr, og var lítið bragð að skilum. Leystist ekki sá vandi, fyrr en sendur var maður út af örkinni þeirra erinda að hirða afhendingaskyld gögn hjá sýslunarmönntim. Arangur varð mikill og góður. Má ætla, að nú hafi obbinn af afhendingarskyldum gögnum heimzt til safnsins. Einnig hafa komið í leitirnar á ólíklegustu stöðum — opinber gögn, sem gengið hafa kaupum og sölum endur fyrir löngu; er þessa áður getið. Brátt þótti sýnt, að lengja yrði starfstíma við safnið, ef eitthvað átti að verða úr verki. Er sú vinna nú miðuð við lA úr fullu starfi, en auk þess hefur verið fenginn maður til að vinna að flokkun og skrá- setningu nokkrar vikur á sumrin. Þau ókjör hafa borizt safninu síðustu árin, að það á langt í land, að skrásetningu ljúki. Gengið hefur verið að mesm frá sveitarstjórnagögnum fram um 1930, en elztu skjölin eru frá árinu 1707 (úttektir jarða). Mikið hefur og verið unnið að skjalasöfnum sveitarstjórna eftir 1930, og er þess að vænta, að ekki líði á löngu, unz slík gögn eru komin í viðhlítandi horf, svo og skjalasafn Sauðárkróks- kaupstaðar. Kirknasafni hafa enn verið lítil skil gerð. Elztu gögn kirkna (í frumriti) munu vera frá því um miðja 18. öld. Skjalasafn sýslumanna er enn að mestu óskrásett, og hefur raunar ekki verið afhent safninu formlega, en dómsmálaráðuneytið mun hafa gefið vilyrði um að greiða kostnað við flokkun og grófa skrásetningu. Hluta þess ber að afhenda Þjóðskjalasafni. Hér er um að ræða að minnsta kosti 60 stóra kassa. Af þessari upptalningu má marka, að geysileg verkefni bíða úilausnar, og hefur þó aðeins verið vikið að opinberum gögnum. Þótt sýsla og bæjarfélag hafi staðið að rekstri safnsins með myndarbrag, er þess engin von, að hægt sé að ganga endanlega frá, flokka og skrá á skömmum tíma, safn, sem á 40 ár að baki. Slíkt kostar mikla vinnu, mikið fé. Og enn er þess að geta, að handritaeign (almenn handrit) safns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.