Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 7
eina þjóð, eða þá að ein þjóð segði það
við sjálfa sig, að ef hún ætli að vera efna-
lega sjálfstæð þá verði hún að vera dug-
leg í menningunni og vernda eða rækta
tungu sína og halda henni lausri við er-
lend áhrif? Til eru ágætar þjóðir, eins og
t.a.m. Danir og Hollendingar, sem ekki
leggja mikið upp úr því að halda tungum
sínum hreinum eða berjast af mikilli
hörku gegn erlendum áhrifum en lifa
samt við góðan efnahag og blómlega
menningu. Það er ekki heldur þannig að
efnalegri velmegun fylgi endilega menn-
ingarleg velmegun. Raunar er ég hér
kominn út á hálan ís og farinn að tala um
hluti sem ég hef takmarkað vit á.
Eigi að síður vil ég leggja hér ögn út af
þessum ummælum viðmælanda míns,
hagfræðingsins, því að ég held að þau
séu þeim sem fást við íslenska málpólitík
ærið umhugsunarefni, og e.t.v. hefur átt
sér stað grundvallarbreyting á þeim póli-
tíska raunveruleika sem íslenskri mál-
stefnu hefur verið búinn. Ef það er ekki
lengur, eins og ég hafði talið mér trú um,
beint fjárhagslegt hagsmunamál að við-
halda hér sérstakri tungu og menningu
og það verður fremur litið á það sem
munað, hvernig fer þá?
Sem betur fer hef ég engan heyrt
halda því fram að við höfum ekki efni á
að viðhalda sérstakri menningu hér, og
vonandi verður íslenskt efnahagslíf
aldrei svo aumt að ekki megi finna ein-
hverja peninga til þess að verja til
menningarinnar. Það sem ræður mestu
hér er einfaldlega vilji þjóðarinnar. Ef
þjóðin telur sér einhvern hag, við skul-
um kalla hann menningarlegan, í því að
viðhalda hér fornri hefð þá gerir hún
það, og vilji hún það ekki, þá gerir hún
það ekki. Þetta er sem sé fyrst og fremst
spurning um vilja. Þjóðarviljinn er sterk-
ur, segja menn, og efast nokkur um að
íslensk þjóð vilji varðveita menningu
sína og halda henni við?
Ekki hafa verið gerðar miklar félags-
legar kannanir á hinum raunverulega
þjóðarvilja um varðveislu tungunnar. Þó
var gerð ein slík á vegum Gallup á ís-
landi í desember fyrir tæpu ári. Þar var
m.a. spurt hvort menn teldu að tungan
væri í einhverri hættu, og svöruðu 62%
því neitandi, en 33,6% svöruðu játandi.
Meðal annarra spurninga var spurt um
það til hvaða aðila þyrfti helst að beina
tilmælum um málrækt, og töldu flestir að
þeim þyrfti að beina til skóla og
næstflestir að hyggja þyrfti að fjölmiðl-
um. Einnig var spurt hversu mikið gildi
menn teldu að málræktarátakið hefði
haft, og töldu lang-flestir að það hefði
haft mjög mikið gildi. Það vekur athygli
við þessa könnun að ekki var leitað svara
við sjálfri grundvallarspurningunni um
það hvort raunveruleg ástæða væri til
þess að vera með allt þetta málrækt-
arbrambolt. Þetta má skilja þannig að
það sé í raun og veru óþarfi að spyrja
slíkrar spurningar því að það sé svo sjálf-
sagður hlutur. Af þessu má þá e.t.v.
álykta að þjóðarviljinn sé skýr; ekki
þurfi að óttast að íslendingar vilji neita
sér um þann munað að hafa hér sérstaka
tungu og menningu.
I þessu sambandi langar mig að minn-
ast þarfrar ádrepu Roberts Cooks um
Þjóðarbókhlöðubygginguna í Morgun-
blaðinu ekki alls fyrir löngu. Þar ræðir
hann um seinagang við byggingarfram-
kvæmdirnar og kemst að mjög athyglis-
verðri niðurstöðu. Hann telur að ís-
lenska þjóðin vilji alls ekki þjóðarbók-
hlöðu þótt samþykkt hafi verið einróma
á Alþingi, æðstu valdastofnun þjóðar-
innar, að reisa slíka byggingu. Það er lið-
ið hátt á annan tug ára síðan ákveðið var
að reisa bókhlöðuna, en samt er hún
varla meira en fokheld.
Æðsta valdastofnun þjóðarinnar hefur
ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd,
og hún hefur vald til þess að framfylgja
vilja sínum og veita til þess fé, en hún
gerir það ekki. Niðurstaða Cooks virðist
7