Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 8

Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 8
vera óyggjandi. Ef raunverulegur vilji væri fyrir byggingunni ættu peningarnir að streyma til hennar. Það rísa á hverju ári hér á landi byggingar sem eru marg- falt meiri að stærð og íburði en Þjóðar- bókhlaðan þannig að nóg er til af pen- ingunum. En ekkert gerist. Samt geri ég ráð fyrir því að stór meiri hluti íslend- inga myndi svara því játandi ef hann væri spurður um það í skoðanakönnun hvort hann teldi að reisa ætti þjóðarbók- hlöðu. Að minnsta kosti myndu fáir lýsa sig beinlínis andvíga slíkri byggingu; annars myndu stjórnmálamennirnir ekki þora að álykta eins og þeir gera. Viljinn er samt ekki nógu sterkur. Þetta dæmi af Þjóðarbókhlöðunni er umhugsunarvert fyrir málræktarmenn. Eins og við vitum vantar ekki fjálglegar yfirlýsingar um það að viðhalda verði séríslenskri menningu, en auðvitað má spyrja hvort þessi vilji sé sama eðlis og þjóðarviljinn til þess að reisa bókhlöðu. Er þetta bara hjal sem gripið er til á hátíðarstundum og sagt: Islenska tungu og menningu verður að varðveita og vernda? Hvað er svo gert, og hvernig sýnir samfélagið þennan vilja sinn í verki? Ég mun víkja aftur að þessari spurningu síðar í þessu spjalli. Gagnrýni á hefðbundna málstefnu Mikil umræða hefur átt sér stað á undan- förnum árum um málræktina, og hafa ýmis sjónarmið komið fram og ekki allir verið á einu máli. Ýmsar gagnrýnisradd- ir hafa komið fram gegn hefðbundinni íslenskri málstefnu. Einna dýpst tekur Eiríkur Rögnvaldsson dósent í árinni í grein sem hann ritaði í Skímu, blað móðurmálskennara, árið 1985 (8. árg., 1. tbl.) (sbr. einnig Sprák i Norden 1988). Þar segir hann m.a. að íslensk málstefna hafi verið „skipulagslaus íhaldssemi" (bls. 7) að svo miklu leyti sem hún hafi verið til. Hann telur „að ís- lensk nýyrðasmíð hafi lengi verið á villi- götum, og sé reyndar komin í algerar ógöngur" (sama stað). Hann segir einnig að málstefnan sé „óframkvæmanleg vegna þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa undanfarin 40 ár“ (bls. 8). - Ég sé mig knúinn til þess að skjóta því inn hér að þetta er skrifað 1985, og ætli mönnum finnist hafa hægt mikið á breyt- ingunum síðan? - Eiríkur talar líka um að enginn viti í raun hver móti mál- stefnuna (bls. 9). Þetta gætu vissulega virst vera þungar ásakanir í garð mál- ræktarmanna og þess skipulags sem ríkt hefur. í sama blaði kemst Höskuldur Þráins- son prófessor að þeirri niðurstöðu að „það sé ekki til nein opinber málstefna sem helstu málvöndunarmenn þjóðar- innar fylgja eða leiðbeinendur í skólum geta fylgt“ (bls. 15). Er það þá svo að ís- lensk málstefna, sem allt málræktar- bramboltið á síðasta ári snerist um, sé annaðhvort skipulagslaus íhaldssemi eða bara alls ekki til, eins og Eiríkur og Höskuldur halda fram? Hér er þörf að staldra ögn við. í rauninni held ég að Eiríkur og Hös- kuldur séu ekki jafn-ósáttir við hefðbund- ið málræktarstarf eða málstefnu og ætla mætti af tilvitnuðum orðum þeirra. Höskuldur segir raunar - eftir að hafa rætt um að ýmis erlend orð og tökuorð fari illa í íslensku vegna þess að þau falla ekki að beygingakerfi hennar eða hljóð- kerfi - að mat af þessu tagi styðjist við „þá meginstefnu að viðhalda beyginga- og hljóðkérfi málsins“ (bls. 15). Og hann heldur áfram og segir: „Ég held að flestir eða allir þeir sem telja sig málvönd- unarmenn aðhyllist þessa stefnu að ein- hverju leyti, þótt menn greini á um það hvernig á að framfylgja henni.“ Og ég hygg að Höskuldur styðji í raun þessa meginstefnu. Þeir félagar, hann og Eiríkur, eru, held ég, í raun ekki að gagnrýna grundvallaratriði íslenskrar málstefnu, frekar einhverja agnúa sem 8

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.