Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 16

Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 16
I. Ákvæði um eiginnöfn Mannanafnaskrá Ákvæði um samningu mannanafnaskrár er þarfasta og brýnasta nýmæli þessa frumvarps. Það er sótt í stjórnarfrum- varpið 1971 og þangað komið úr frum- varpinu 1955 eins og fleira. Illt er til þess að vita að stofnun mannanafnaskrár skuli nú hafa tafist í 35 ár vegna ágrein- ings um ættarnöfn. Þessi tvö mál mega heita óháð hvort öðru. Þörfin fyrir eigin- nafnaskrána er svo brýn að vel kæmi til greina að setja um hana sérstök lög. Það er a.m.k. betra en bíða endalaust eftir samkomulagi um afstöðu til ættarnafna. Alþingi ætti að hyggja vandlega að þessu, áður en það gefst upp við frumvarpið í heild sinni, og gera það að metnaðarmáli að stofna mannanafna- skrá með löggjöf áður en þingtími er úti í vor, hvað sem ættarnöfnum líður. Af athugasemdum við frumvarpið má sjá hvílíkt þarfaþing mannanafnaskráin er. Hún er undirstaða þess að unnt sé að varðveita og rækta íslenskan manna- nafnaforða af skynsamlegu viti og ná góðu valdi á skráningu nafna í þjóðskrá. Hér er verið að tala um skrá yfir eig- innöfn. Sum nöfn eru til í mörgum til- brigðum (t.d. Theodór, Theódor, Theó- dór, Teódór o.s.frv.) til mikils baga fyrir nafnbera í samskiptum þeirra við fólk og stofnanir og til mæðu fyrir alla sem starfa við þjóðskrá og aðra opinbera skráningu nafna. Mannanafnaskrá ætti, þegar frá líður, að stuðla að samræmingu og festu í rithætti eiginnafna. Þetta leiðir hugann að öðru atriði, sem ekki er minnst á í þessu frumvarpi. Það er beyging mannanafna. Hún hefir reynst mörgum erfið þraut, og í því efni eru líka ýmis tilbrigði á ferðinni. Því kemur mjög til álita að segja til um beyg- ingu hvers nafns á hinni opinberu mannanafnaskrá. Oft er leitað til ís- lenskrar málstöðvar og spurst fyrir um beygingu nafna. Telja má víst að margir yrðu fegnir ef til væri opinber skrá sem út yrði gefin reglulega og svaraði slíkum spurningum. Sú ráðstöfun myndi stuðla að festu og eyða óvissu. Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins ber að gera ótvíræðan greinarmun á karlmanns- nafni og kvenmannsnafni, og er gott eitt um það að segja. En fyrir gæti komið að karlmannsnafn og kvenmannsnafn væru nákvæmlega eins í nefnifalli (sbr. nafnið Auðr í fornu máli), en auðvitað mismun- andi í beygingu. Bæði nöfnin ættu því að vera leyfileg (ef þau standast aðrar kröf- ur), en beygingu væri gott að hafa með á skránni. Mannanafnanefnd Frumvarpið gerir ráð fyrir því að stofnuð verði sérstök mannanafnanefnd til þess m.a. að semja hina nauðsynlegu manna- nafnaskrá, og er III. kafli þess um hana. Þessi hugmynd er líka tekin úr stjórnar- frumvarpinu 1971 og þangað komin úr frumvarpinu 1955, en ákvæði um tilnefn- ingu varamanna var þá bætt við. Hún er því komin til ára sinna, og margt hefir breyst síðan 1955. I 4. gr. gildandi laga nr. 54/1925 er svo á kveðið að ágreiningi, sem rísa kann um skírnar- eða eiginnafn, skuli skjóta til heimspekideildar Háskólans. Þetta var eðlilegt á þeim tíma. Háskóli íslands var aðeins 14 ára þegar lögin voru sett. Pró- fessorar heimspekideildar höfðu þá einir atkvæðisrétt í deildinni, og þeir voru þrír, allir ágætir íslenskumenn: Ágúst H. Bjarnason, Páll Eggert Ólason og Sig- urður Nordal. Þrjátíu árum síðar hafði heimspeki- deild Háskólans enn á að skipa ágætum 16

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.