Málfregnir - 01.12.1990, Side 19
þessi 300-400 nöfn óátalið í ættum eins
og hin sérstaklega lögvernduðu ættar-
nöfn sem eldri voru (sjá Alþt. 1955 A,
bls. 435-436). Samkvæmt 2. gr. þessara
sömu laga, sem enn eru í gildi, mátti
enginn taka sér ættarnafn eftir gildistöku
þeirra. En 1955 taldi Alexander Jó-
hannesson að ættarnöfnum hefði stór-
fjölgað á þeim 30 árum sem lögin höfðu
verið í gildi og áætlaði að þau væru þá
orðin um 1100 (sjá Alþt. 1955 A, bls.
438-439).
Þó að afstaðan til ættarnafna sé mis-
munandi í mannanafnalögunum 1913 og
1925 og stjórnarfrumvörpunum 1955,
1971 og 1990 er öllum það sameiginlegt
að gefast upp fyrir ættarnöfnum sem
komin eru í notkun. í öllum stjórnar-
frumvörpunum er m.a.s. gefist upp fyrir
þeim nöfnum sem ólöglega voru notuð
eða upp tekin eftir 1925. Alexander Jó-
hannesson var jafnvel á sama máli um
það atriði. Bann við þeim ættarnöfnum
sem tíðkast virðist því óraunhæft, enda
ekki lagt til í frumvarpinu.
Okostir ættarnafna
Nauðsynlegt er að reyna að átta sig á því
hvað ættarnöfn hafa á móti sér og hvaða
kosti þau kunna að hafa; einhverjir
hljóta þeir að vera úr því að eftir þeim er
sóst.
Lítum fyrst á ókostina. Ekki er víst að
fram hafi komið nægilega skýrt hvaða
annmarkar eru á ættarnöfnum, en tvennt
hefir einkum verið nefnt:
1. Ættarnafnasiðurinn er aðfluttur og
óþjóðlegur og brýtur í bága við þá ís-
lensku hefð að kenna sig við föður (eða
móður), en sá siður er þjóðareinkenni.
2. Ættarnöfn samrýmast illa íslensku
málkerfi og eru jafnvel málspillar.
Um fyrra atriðið er varla hægt að
deila, en umsagnir um hið síðara hafa
ekki verið á eina lund, enda eru ættar-
nöfn af ólíkum toga. Sum eru erlend að
uppruna og jafnvel stafsett með bókstöf-
um sem tíðkast ekki í íslenskum orðum
(Schiöth, Zoega). Sum eru afbökuð ís-
lensk nöfn, oftast færð í latneskan eða
danskan búning (Tliorlacius (af Porlák-
ur), Finsen (úr Finnsson)) eða einhvern
veginn úr lagi færð (Briem (úr Brjáms-
lœkur), Hafstað (úr Hafsteinsstaðirj).
Sum eru þolfallsmyndir nafna (Haf’-
stein), önnur eins og afleiddar styttingar
(Breiðfjörð) o.s.frv. Slík nöfn brjóta á
einhvern hátt í bága við málkerfið ís-
lenska, eins og brátt verður útskýrt bet-
ur. En svo eru til ættarnöfn sem hafa
ekki slíka formgalla, og verður vikið að
þeim síðar.
Meiri hluti nefndarinnar, sem undir-
bjó stjórnarfrumvarpið 1955, vildi leyfa
ættarnöfn, en í 11. gr. er þess krafist að
ættarnöfn skuli „vera íslenzk og rétt að
lögum íslenzkrar tungu“ (Alþt. 1955 A,
bls. 430). Slík nöfn ættu þá að vera hugs-
anleg samkvæmt því, en ekki kemur
fram hvers konar nöfn það eru. Sama
sinnis voru þeir sem sömdu stjórnar-
frumvarpið 1971. Samkvæmt 11. gr. þess
skulu ættarnöfn „vera íslenzk og í sam-
ræmi við íslenzkt málkerfi" (Alþt. 1971
A, bls. 256). Ekki er útskýrt nánara
hvað í því felst.
Alexander Jóhannesson prófessor,
eini málfræðingurinn í nefndinni 1955,
taldi flest íslensk ættarnöfn vera mál-
spjöll. Hann gerir sérstaka grein fyrir af-
stöðu sinni og segir m.a. (Alþt. 1955 A,
bls. 439):
... Meginþorri allra íslenzkra ættarnafna sýn-
ir, að þau eru engan veginn rétt að lögum ís-
lenzkrar tungu, og ef svo fer fram, að mönn-
um skuli leyft að taka sér ættarnöfn, má ætla,
að á nokkrum áratugum hverfi sá gamli og
góði siður, er ríkt hefur í landinu í 1000 ár.
Flest íslenzk ættarnöfn eru málspjöll og
munu þau, er tímar líða, valda skemmdum á
tungu vorri, t.d. á þann hátt, að tvö föll verði
notuð í stað fjögurra, eins og þróunin hefur
orðið í öðrum germönskum málum (nefnif.,
þolf. og þáguf. eins, eignarfall með s-end-
ingu), eða jafnvel aðeins eitt. Má sjá þess
19