Málfregnir - 01.12.1990, Page 21
Kostir ættarnafna
Ætla mætti að þessi rök dygðu til að
halda ættarnöfnum frá. En svo er ekki;
þau ryðja sér til rúms eigi að síður hvað
sem fyrri háttum og formkröfum líður
Pau hljóta því að hafa einhverja þá kosti
sem a.m.k. sumir þegnar samfélagsins
taka fram yfir annmarkana sem á var
bent.
Helstu kostir ættarnafna eru líklega
tveir:
1. Mannanöfn gegna því hlutverki
„að vera til sem gleggstra auðkenna á
mönnum“ (sbr. Alþt. 1971 A, bls. 259-
260) eða „glögg og áreiðanleg auðkenn-
ing þjóðfélagsþegnanna" (Alþt. 1955 A,
bls. 436). Og ættarnöfn eru óneitanlega
gagnleg tæki til „að auðkenna menn,
umfram það sem unnt er með eiginnöfn-
um einum og kenningu til föður“, eins
og Þorsteinn Porsteinsson, fyrrv. hag-
stofustjóri, benti á í séráliti með laga-
frumvarpinu 1955 (sjá Alþt. 1955 A, bls.
438). Til þess að tryggja sem besta að-
greiningu vildi hann m.a.s. láta nota
bæði föðurnafn og ættarnafn, t.d. Jón
Árnason Briern (sjá Alþt. 1971 A, bls.
284).
2. Aðalkostur ættarnafna er þó lík-
lega talinn sá, sem nafnið bendir til, að
þau greina eina fjölskyldu eða ætt frá
annarri og eru eins konar merki hennar
eða tákn. Þetta aðgreiningartæki (og
ættartákn) er svo mikilsvert í hugum
þeirra sem eftir því sækjast að önnur rök
verða að víkja, svo sem varðveisla þjóð-
legra siða og óbreytts málkerfis. - Á
slóðum ættarnafna verða þó mörg villu-
ljósin, t.d. vegna tengda og líkingar með
nöfnum, sem falla jafnvel saman í fram-
burði (Blöndal, Blöndahl), og í ættum
sem nota slík nöfn vill verða mikið um
samnefni, svo að aðgreiningarmáttur
þeirra hefir líka sínar takmarkanir.
Mismunun
Eins og rakið hefir verið á löggjöfin þátt
í því að gera ættarnöfnum hærra undir
höfði en hinum forna föðurnafnasið. Það
gerir hún með því að leyfa sumum það
sem öðrum Ieyfist ekki, og er þá komið
að kjarna þessa máls. Lög nr. 54/1925,
sem þjóðin hefir nú búið við í 65 ár, eru
sem fyrr sagði gölluð og úrelt í mörgum
atriðum, en verst af öllu er þó sú mis-
munun sem í þeim felst (og einn af fjór-
um höfundum þessa frumvarps setti fyrir
sig). Lögfest misrétti er alvarlegt mál og
hefnir sín fyrr eða síðar.
I þessu nýja frumvarpi á nú að fram-
lengja mistökin frá 1925. Þeir sem hafa
þegar fengið ættarnöfn, löglega eða
ólöglega, mega halda þeim, en hinir
mega ekkert ættarnafn hafa þótt þeir
fegnir vildu. Þetta er eins og að umbuna
þeim sem lögin hafa brotið, en setja hina
hjá, sem löghlýðnir hafa verið. Á þenn-
an hátt er það áfram gert að forréttind-
um að hafa ættarnafn. Það er aðalgalli
þessa frumvarps.
Úrkostir
Við setningu laga, sem ætlað er að leysa
þann nafngiftarvanda sem þjóðin er
komin í, þarf fyrst að gera sér grein fyrir
því hverra kosta er völ. Þess vegna þykir
rétt að telja þá upp hér eins og þeir blasa
við í megindráttum. Þá er miðað við að
tveimur frumskilyrðum sé fullnægt
(einnig í megindráttum):
1. Allir mega halda til dauðadags þeim
nöfnum sem þeir hafa fengið fyrir
gildistöku laganna.
2. Allir skulu hafa jafnan rétt gagnvart
ættarnöfnum eftir gildistöku laganna.
Ef gert er ráð fyrir því að auki að enginn
beri fleiri en tvö kenninöfn koma 6 kost-
ir til greina. Þá má setja fram í stuttu
máli á þessa leið (valfrjálst atriði í svig-
um):
21