Málfregnir - 01.12.1990, Qupperneq 24
vekja til umhugsunar um það viðfangs- sögðu mannréttinda að hafa jafnan rétt
efni sem stjórnvöld standa frammi fyrir til kenninafna.
ef allir þegnar eiga að njóta þeirra sjálf-
III. Ýmis atriði
Þá verður vikið að fáeinum atriðum í
einstökum greinum frumvarpsins, flest-
um lítils háttar.
Um 2. gr.
I 1. mgr. 2. gr. segir m.a.: „Eiginnafn má
ekki heldur vera þannig að það geti orð-
ið nafnbera til ama“.
Svipað ákvæði hefir verið í fyrri frum-
vörpum og lögum, og líklega er nauð-
synlegt að hafa eitthvað slíkt til að skirra
beinum vandræðum. En erfitt er að full-
yrða að nafn geti ekki orðið nafnbera til
ama. Sennilega getur hvaða nafn sem er
orðið það, t.d. vegna alnafna, sviplíkra
nafna eða atvika sem ekki verða séð fyr-
ir. Hið gagnstæða getur einnig átt sér
stað. Til skamms tíma lágu nöfn ónotuð
(jafnvel öldum saman) af því að þau
voru talin geta orðið nafnbera til ama,
en hafa svo reynst vel, að því er best er
vitað, t.d. nöfnin Hrappur og Mörður.
Og kvenmannsnafnið Gróa er nú ekki
óalgengt þótt það hafi haft misjafnt orð á
sér.
Hér er ekki um stórvægilegt atriði að
ræða, en til greina kæmi að leita annars
orðalags á hinni tilvitnuðu setningu. En
þess er líka að gæta að mannanafna-
nefnd ætti að geta haft nokkur aðhalds-
áhrif í þessu efni (sbr. athugasemd frv.
við þessa grein, bls. 13).
Um 3. gr.
Til álita kemur að gefa mannanafnaskrá
út oftar en greinin gerir ráð fyrir, eink-
um í fyrstu. Fræðsla um beygingu ætti að
fyigja.
Um 8. gr.
Hér er þarft ákvæði í 2. mgr. Ef til vill
mætti bæta því við að fyrra nafnið, hið
íslenska, skuli notað sem aðalnafn og
skylt sé að nota það í kenninafni (föður-
nafni) ef á það kynni að reyna síðar.
Um 9. gr.
Orðalag er sótt í eldri frumvörp, en er
ekki nákvæmt. Oftast er maður kenndur
þannig við föður að á eftir eiginnafni
(eða eiginnöfnum) kemur nafn föður í
eignarfalli að viðbættu orðinu son eða
dóttir. En frá þessu eru margar undan-
tekningar, sumpart vegna þess að fornar
eignarfallsmyndir hafa breyst. Til dæmis
var nafnið Sigfús áður fyrr í eignarfalli
Sigfúss, en er nú yfirleitt Sigfúsar. Alsiða
er samt að skrifa Sigfúsdóttir, en hvorki
Sigfússdóttir né Sigfúsardóttir. Öll erlend
nöfn, sem enda á sérhljóði + s, eru not-
uð þannig án eignarfallsendingar í
kenninöfnum: Andrésdóttir, Filippus-
dóttir, Jónasdóttir, Magnúsdóttir o.s.frv.
Hér má líka minna á alkunnan rugling
tengdan Guðmundar- og Sigurðar-
nöfnum. Með hliðsjón af þessu væri
tryggara að bæta því við að heimilt sé að
stýðjast við gróna hefð.
Um 12. gr.
Niðurlagsorð 1. mgr. eiga ekki að vera
„stjúpföður síns“, heldur stjúpföður
þess. Orðin „stjúpföður síns“ eru hins
vegar rétt í lok næstu línu fyrir neðan.
24