Málfregnir - 01.12.1990, Side 27

Málfregnir - 01.12.1990, Side 27
orð um íðorð því að í hugum margra eru þau nánast hið sama og nýyrði. Á sjötta áratugnum komu til dæmis út fjögur íð- orðasöfn undir heitinu Nýyrði. Þetta er ekki alls kostar nákvæmt. íðorð mætti skilgreina sem „orð eða orðasambönd sem notuð eru innan tiltekinnar fræði- greinar eða starfsgreinar“ og samkvæmt því geta flest orð frá einhverju sjónar- miði og á einhverjum tíma verið íðorð. Hitt er annað mál að í ísiensku eru mjög mörg íðorð jafnframt nýyrði og skipu- legt nýyrðastarf á íslandi fer að miklu leyti fram á vegum fólks úr tilteknum fræðigreinum eða starfsgreinum sem er að gera íðorðaskrár yfir hugtök á sér- sviðum sínum. Verður nú í stuttu máli gerð nánari grein fyrir myndun nýyrða. Ekki er þess kostur hér að lýsa aðferðum við endur- nýjun orðaforðans til hlítar. Peim sem vilja kynna sér málið betur er bent á grein Baldurs Jónssonar, „íslenska orðmyndun", í tímaritinu Andvara, nýj- um flokki, 29, 1987, og grein Jóns Hilm- ars Jónssonar, „Hefð og hneigð í ís- lenskri orðmyndun“, í Málfregnum 3, 1988. Nýyrðum af innlendum efniviði er skipt í tvennt. Annars vegar eru ný- myndanir, þ.e. orð sem hafa ekki verið til áður. Þær eru ýmist afleidd orð (t.d. hreyfill), þ.e. leidd af öðrum orðum með hljóðbreytingum eða forskeytum eða viðskeytum, ellegar samsett orð (t.d. sjónvarp), þ.e. tveir eða fleiri orðstofnar tengdir saman til að mynda nýtt orð. Hins vegar eru innlend lán (nýmerking- ar) (t.d. þulur), þ.e. orð sem til eru áður í málinu en fá nýja merkingu jafnframt eldri merkingu. Nýyrði af erlendum efniviði (eða er- lend lán) eru tvenns konar. Orð, sem samrýmast nægjanlega vel hljóðreglum og beygingarreglum íslensku, eru oftast nefnd tökuorð. Oft er eins og orðin hafi aðlagast íslensku sjálfkrafa við almenna notkun (t.d. jeppi) en í öðrum tilvikum hafa nýyrðasmiðir vitandi vits skorið framandleg einkenni af orðum áður en þeim var komið á framfæri (t.d. berkl- ar). Auk tökuorða, þ.e. orða sem hafa verið felld svo að íslensku að ekki er af þeim umtalsverður framandi keimur, er annar hópur orða sem telst til erlendra lána. Það eru orð sem hafa ekki verið aðlöguð íslensku svo að vel sé en eru eigi að síður mikið notuð og málsamfélagið virðist umbera, að minnsta kosti meðan ekki er samstaða um að aðlaga þau á tiltekinn hátt eða finna þeim samsvörun af íslenskum efniviði. Sem dæmi um ný- yrði af þessari gerð má nefna orðið bíó. Aðlögun Þegar reynt er að finna nýju fyrirbæri ís- lenskt heiti er mikilvægt að byrja á rétt- um enda, þ.e. að taka mið af orða- forðanum sem fyrir er í íslensku. Oft reynist vera til íslenskt orð yfir fyrirbær- ið án þess að nýyrðasmiðnum, sem í hlut á, sé kunnugt um það. Því er mikilvægt að leita til þrautar í orðasöfnum. Beri það ekki árangur, eða telji menn fyrri til- lögur óviðunandi af einhverjum sökum, er eðlilegt að reyna nýmyndun með hlið- sjón af íslenskum orðum skyldrar merk- ingar eða bæta hinni nýju merkingu inn í merkingarsvið einhvers eldra orðs. Ef engin þessara leiða er vel fær er að- lögun erlends orðs oftast næst á dagskrá. (Stundum háttar þannig til að það er fyr- ir fram sýnt að sú leið virðist best fær, t.d. þegar um ýmis hinna fjölskrúðugu efnafræðiheita er að ræða, svo að dæmi sé nefnt.) í grein Baldurs Jónssonar, „ís- lenskri orðmyndun“, sem fyrr var nefnd, er yfirlit yfir helstu þætti sem huga þarf að við aðlögun útlendra orða að íslensku máli. Flestir eða allir, sem vinna við skipu- lega nýyrðastarfsemi, eru samtaka um að erlendu orðin skuli slípuð svo sem kostur er áður en farið er að nota þau að marki. Þannig eru þau gerð að tökuorðum. 27

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.