Skírnir - 01.01.1949, Síða 7
EINAR ÓL. SVEINSSON:
GOETHE TV ÖHUNDRUÐ ÁRA
Um nokkum tima var talað um þriðja rikið, og svo hvarf
það úr sögunni. Á undan því var annað ríkið og fyrsta ríkið.
Þannig er allt á hverfanda hveli. En alstaðar, þar sem vest-
ræn menning gengur, ekki síður meðal óvinanna frá síðast-
liðnu stríði, minnast menn nú afmælis þýzks manns, sem
fæddist fyrir réttum tveimur öldum og með sanni má kallast
einn hinn æðsti hofgoði í musteri vestrænnar menningar. Þessi
maður hét Johann Wolfgang Goethe.
Einkennilegt var það land og sú þjóðmenning, sem ól þenn-
an mann. Þó að rekja megi menningu Þýzkalands aftur til mið-
alda, var hún þó á þessum tima brotasilfur, og á öndverðri 18.
öld algerlega undir áhrifum franskrar menningar og hugsunar-
háttar. Einn merkasti þýzkur maður aldarinnar, Friðrik ann-
ar Prússakonungur, skrifaði og talaði helzt ekki annað en
frönsku. En á dögum Goethes vöknuðu nýjar þýzkar bók-
menntir, sem brátt náðu blóma, og þýzk heimspeki efldist
og ruddi sér til rúms. f tónlist áttu Þjóðverjar glæsilegt tíma-
bil, og nægir að nefna meistarana Bach, Haydn, Mozart,
Beethoven. En að stjómarfari var landið enn á miðaldastigi.
Bretland, Frakkland, Spánn, svo að ég nefni aðeins þau lönd,
sem stærðar vegna eru sambærileg, vom fyrir löngu orðin
að samfelldum þjóðrikjmn, en Þýzkaland var bútað niður í
grúa af smáríkjum, borgum og furstadæmum, meira og minna
sjálfstæðum, og hef ég séð talið, að þau hafi verið um 2000.
Engin skynsamleg mörk greindu hið þýzkumælandi fólk í
þessar smáu eindir, heldur aðeins erfðir þjóðhöfðingjanna.
Erindi flutt í ríkisútvarpinu 28. ágúst 1949, lítið eitt aukið.